Erlent

Greta Thun­berg út­skrifast og hættir skóla­verk­falli sínu

Atli Ísleifsson skrifar
Greta Thunberg er orðin stúdent.
Greta Thunberg er orðin stúdent. Instagram

Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg stendur fyrir sínu síðasta skólaverkfalli í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag. Hún hefur mótmælt á hverjum föstudegi frá árinu 2018, alls 251 vikur í röð.

Thunberg segir ástæðuna vera að hún hafi nú útskrifast úr skóla og geti því ekki lengur staðið fyrir skólaverkfalli. Hún segist þó munu halda öðruvísi verkfallsaðgerðum á föstudögum áfram.

„Þegar ég byrjaði í verkfalli árið 2018 hélt ég aldrei að það myndi leiða til neins. Eftir að hafa mótmælt á hverjum degi í þrjár vikur, vorum við lítill hópur barna sem ákvað að halda þessu áfram á hverjum föstudegi. Og við gerðum við það og það var þannig sem Föstudagar til framtíðar urðu til,“ skrifar Thunberg á Instagram.

Frá mótmælum Gretu Thunberg árið 2018.EPA

Thunberg hefur á síðustu árum verið einn mest áberandi loftslagsaðgerðasinnum heims og var þannig útnefnd manneskja ársins hjá tímaritinu Time árið 2019.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×