Thunberg segir ástæðuna vera að hún hafi nú útskrifast úr skóla og geti því ekki lengur staðið fyrir skólaverkfalli. Hún segist þó munu halda öðruvísi verkfallsaðgerðum á föstudögum áfram.
„Þegar ég byrjaði í verkfalli árið 2018 hélt ég aldrei að það myndi leiða til neins. Eftir að hafa mótmælt á hverjum degi í þrjár vikur, vorum við lítill hópur barna sem ákvað að halda þessu áfram á hverjum föstudegi. Og við gerðum við það og það var þannig sem Föstudagar til framtíðar urðu til,“ skrifar Thunberg á Instagram.

Thunberg hefur á síðustu árum verið einn mest áberandi loftslagsaðgerðasinnum heims og var þannig útnefnd manneskja ársins hjá tímaritinu Time árið 2019.
School strike week 251. Today, I graduate from school, which means I ll no longer be able to school strike for the climate. This is then the last school strike for me, so I guess I have to write something on this day.
— Greta Thunberg (@GretaThunberg) June 9, 2023
Thread pic.twitter.com/KX8hHFDyNG