„Hvar eru Garðbæingar?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 20:00 Yfir 800 áhorfendur voru á leik Breiðabliks og Stjörnunnar í gærkvöld en Helena kallar eftir fleira bláklæddu Stjörnufólki. VÍSIR/VILHELM Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Mikið var í húfi hjá Breiðabliki og Stjörnunni sem bæði ætla sér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn en þau gerðu 1-1 jafntefli. Samkvæmt ksi.is mættu 823 áhorfendur á leikinn sem er metfjöldi á þessari leiktíð, en Helena segir það vera allt Blikum að þakka sem buðu grænklæddum til að mynda upp á fríar pylsur á vellinum. „Blikasamfélagið auglýsti þennan leik vel. Það átti að blása til veislu og það hafa ekki alltaf verið svona margir á vellinum, og ég ætla að hrósa Blikum sérstaklega, sem mættu gríðarlega vel á völlinn. Ég ætla líka að hrósa þeim Stjörnumönnum sem mættu en þeir voru allt of fáir. Þegar það er búið að hóta þér að Blikar ætli að mæta vel… Hvar eru Garðbæingar?“ spurði Helena og Margrét Lára Viðarsdóttir svaraði: „Þetta er stór leikur og það var búið að auglýsa hann vel. Húllumhæ fyrir leik og Blikar stóðu vel að því. En við höfum líka séð þetta svolítið. Eins og á Valsvellinum í síðasta leik, þar sem var fátt í stúkunni. Við vonum öll að þetta fari að aukast. Veðrið spilar eitthvað inn í en það var ekki slæmt í [gær]kvöld,“ sagði Margrét. „Veðrið var nú með besta móti og það var nú ekki annað hægt en að mæta á völlinn. Ef maður mætti grænn gat maður fengið pylsu og svala, og sá flokkur sem mætti best fékk Dominos-pítsur. Það var því verið að búa til eitthvað á milli flokkanna, og mér finnst það frábært. Það var vel mætt á völlinn, en svo sá maður að í þeim hluta stúkunnar þar sem önnur lið mæta, að það var bara enginn,“ sagði Helena en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin: Fleiri á völlinn Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Bestu mörkin Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira