Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 13:56 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, er hann ræddi við blaðamenn í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Andrew Harnik Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53