Repúblikanar halda þinginu í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 13:56 Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, er hann ræddi við blaðamenn í þinghúsi Bandaríkjanna í gær. AP/Andrew Harnik Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er í lamasessi vegna hóps þingmanna Repúblikanaflokksins sem stendur í uppreisn gegn Kevin McCarthy, forseta þingdeildarinnar. Engar atkvæðagreiðslur hafa farið fram í vikunni og eru uppi spurningar um það hvort McCarthy geti leitt meirihlutann áfram. Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Hópurinn, sem kallast House Freedom Caucus, inniheldur umdeilda og mjög svo hægri sinnaða þingmenn eins og Marjorie Taylor Greene og Matt Gaetz. Þingmennirnir eru reiðir út í McCarthy fyrir að hafa gert samkomulag við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að hækka skuldaþakið svokallaða. Frumvarp þar að lútandi var samþykkt af þingmönnum beggja flokka í fulltrúadeildinni og í kjölfarið í öldungadeildinni. Joe Biden, forseti, skrifaði undir frumvarpið um síðustu helgi, svo það varð að lögum. Meðlimir Freedom Caucus hafa haldið þinginu í gíslingu undanfarna daga en leiðtogar Repúblikanaflokksins ákváðu í gærkvöldi að fresta öllum atkvæðagreiðslum í fulltrúadeildinni út vikuna, þar sem engin lausn var í sjónmáli. McCarthy viðurkenndi í gær að atkvæðagreiðslan á þriðjudaginn hefði komið honum á óvart en þetta var fyrsta slíka atkvæðagreiðslan þar sem tillögur meirihlutans eru felldar frá því McCarthy tók við embætti. Sjá einnig: McCarthy stendur frammi fyrir uppreisn Meirihluti Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni eru mjög naumur en þar sitja 222 Repúblikanar gegn 212 Demókrötum en eitt sæti er laust. Þingmennirnir sem standa gegn McCarthy hafa ekki enn lýst yfir vantrausti á hann en einungis einn þingmaður þarf að lýsa yfir slíku svo halda þurfi atkvæðagreiðslu. Það er eftir að McCarthy varð við kröfum þessa sama hóps þegar hann var að reyna að tryggja sér embætti þingforseta. McCarthy ræddi við blaðamenn eftir að sú ákvörðun var tekin í gær þar sem hann talaði um erfiðleika í viðræðum við umrædda þingmenn. „Þetta er það erfiða,“ sagði hann samkvæmt Washington Post. „Sumir þessara þingmanna, þeir vita ekki hvað þeir vilja biðja um.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38 Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40 Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06 Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2. júní 2023 06:38
Samþykktu frumvarp um hækkun skuldaþaksins Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta að hækka skuldaþak bandaríska ríkisins í nótt. Er talið að með þessi verði hægt að komast hjá greiðslufalli bandaríska ríkisins. 1. júní 2023 06:40
Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. 28. maí 2023 19:06
Vongóðir þó það styttist í fyrsta greiðsluþrot Bandaríkjanna Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Joe Biden, forseti, funduðu í gær um hið svokallaða skuldaþak Bandaríkjanna og sögðu báðir að fundurinn hefði verið jákvæður. Verði þakið ekki hækkað, gæti ríkissjóður Bandaríkjanna lent í greiðsluþroti á næstu dögum og yrði það í fyrsta sinn í sögu ríkisins. 23. maí 2023 16:27
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10. maí 2023 21:53