Erlent

Milljónum Banda­ríkja­manna ráðlagt að taka upp grímuna á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Grímuklæddar stúlkur á götum New York þar sem loftgæði eru slæm vegna mikilla gróðurelda norðan landamæranna í Kanada.
Grímuklæddar stúlkur á götum New York þar sem loftgæði eru slæm vegna mikilla gróðurelda norðan landamæranna í Kanada. Vísir/Getty

Milljónum manna í Norður-Ameríku hefur nú verið ráðlagt að notast við grímur, sömu gerðar og voru notaðar í kórónuveirufaraldrinum, vegna lélegra loftgæða.

Mengunin er af völdum mikilla skógarelda sem nú brenna í Kanada og er ástandið afar slæmt í stórborginni New York í Bandaríkjunum. Dreifing gríma hefst í dag í borginni og yfirvöld í Kanada hvetja sitt fólk til að nota grímu utandyra. 

Í New York var stórum íþróttakappleikjum sem áttu að fara fram í gær frestað um einn dag vegna ástandsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Fólki er ráðlagt að reyna ekki á sig líkamlega utandyra.

Óttast er að ástandið muni vara áfram næstu daga, jafnvel fram yfir helgi. Flestir brenna eldarnir í Quebec fylki, eða um 150 talsins og þar hafa 15 þúsund manns þurft að yfirgefa heimili sín.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.