Íslenski boltinn

Todor: Ánægður með jafnvægið í liðinu þrátt fyrir að við skorum lítið

Andri Már Eggertsson skrifar
Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með stigið
Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með stigið Mynd/ÍBV

Keflavík og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í 7. umferð Bestu-deildar kvenna. Todor Hristov, þjálfari ÍBV, var nokkuð brattur með stigið.

„Mér fannst þetta sanngjörn úrslit. Við áttum tvö dauðafæri einu sinni einn á einn og einu sinni fór boltinn í stöngina. Keflavík fékk eitt dauðafæri þar sem Sandra slapp ein í gegn og því var jafntefli sanngjörn niðurstaða,“ sagði Todor Hristov eftir leik.

Todor fannst Keflavík halda betur í boltann í síðari hálfleik en hefði viljað nýta sér betur skyndisóknirnar sem ÍBV skapaði sér.

„Keflavík hélt betur í boltann en við. Ég hefði viljað sjá okkur nýta betur skyndisóknirnar sem við fengum.“

 

Todor vildi lítið tjá sig um hvað ÍBV hefði átt að gera betur til að fá fleiri færi í síðari hálfleik.

„Ég er búinn að segja það í vikunni og fara yfir það en ég get ekki tjáð mig um það.“

ÍBV hefur aðeins skorað fimm mörk í fyrstu sjö leikjum Bestu deildarinnar en Todor var ánægður með jafnvægið í þessum fyrstu leikjum.

„Það er bara spurning hvernig maður horfir á þetta. Ég get líka skoðað hvað við höfum fengið á okkur fá mörk. Að halda jafnvægi í Bestu deildinni er erfitt. Maður tekur áhættu með að fá á sig mark þegar maður spilar mikinn sóknarleik. Ég held að við séum með gott jafnvægi í liðinu,“ sagði Todor Hristov.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.