Enski boltinn

Fögnuðu bikartitlinum með Elton John og sungu „Your Song“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þjálfarateymi Manchester City með Elton John.
Þjálfarateymi Manchester City með Elton John.

Leikmenn og þjálfarar Manchester City fögnuðu bikarmeistaratitlinum með sjálfum Elton John.

City varð bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester United, 2-1, á laugardaginn. Ilkay Gündogan skoraði bæði mörk City-manna sem eru einnig Englandsmeistarar og geta unnið þrennuna ef þeir sigra Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi.

Þegar City-menn voru að fljúga heim til Manchester eftir bikarsigurinn hittu þeir Elton John á flugvellinum.

Það voru fagnaðarfundir og leikmenn og starfsfólk City fékk myndir af sér með Elton og bikarnum. Pep Guardiola hefur væntanlega verið sérstaklega glaður að hitta Elton enda ekki langt síðan hann sást á tónleikum með Eldflaugamanninum.

Leikmenn City nýttu einnig tækifærið og sungu „Your Song“ á flugvellinum en það var fyrsti smellur Eltons.

Elton er mikill fótboltaáhugamaður og er sem kunnugt er fyrrverandi eigandi Watford.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.