Íslenski boltinn

Dramatískar loka­mínútur er Víkingur tyllti sér aftur á toppinn

Aron Guðmundsson skrifar
Víkingur Reykjavík hefur farið með himinskautum í upphafi tímabils í Lengjudeildinni
Víkingur Reykjavík hefur farið með himinskautum í upphafi tímabils í Lengjudeildinni Mynd: Víkingur

Dramatískt sigur­mark undir lok leiks sá til þess að Víkingur Reykja­vík endur­heimti topp­sætið í Lengju­deild kvenna í leik gegn Fylki í dag. Leikið var á Wurth-vellinum í Ár­bænum.

Berg­dís Sveins­dóttir kom Víkingum yfir með marki á 36. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálf­leiksins.

Guð­rún Karítas Sigurðar­dóttir jafnaði leikinn fyrir Fylki með marki á 86. mínútu og virtist ætla fara sem svo að liðin myndu skipta stigunum sem í boði voru jafnt á milli sín.

Nadía Atla­dóttir hafið hins vegar annað í hyggju fyrir sig og sitt lið. Hún skoraði sigur­markið fyrir Víking Reykja­vík með marki á fimmtu mínútu upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma og sá til þess að sigur­ganga Víkings í Lengju­deildinni heldur á­fram.

Sigurinn kemur Víkingi Reykja­vík aftur í topp­sæti Lengju­deildarinnar. Þar situr liðið með fullt hús stiga, alls 15 stig eftir fyrstu fimm um­ferðirnar.

Fylkir situr hins vegar í 4. sæti með með sjö stig.

Augnablik átti engin svör gegn FHL

Fyrir austan unnu heimakonur í FHL sannfærandi sigur á liði Augnabliks. Lokatölur urðu 4-1 og sigldu heimakonur vel fram úr í seinni hálfleik.

FHL er sem stendur í 5. sæti Lengjudeildar kvenna með sex stig eftir fimm umferðir. Augnablik situr í 8. sæti með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×