Íslenski boltinn

Kjóstu besta leikmann maí í Bestu deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Þessar fjórar koma til greina sem leikmaður mánaðarins í Bestu deild kvenna í fótbolta í maí.
Þessar fjórar koma til greina sem leikmaður mánaðarins í Bestu deild kvenna í fótbolta í maí. Stöð 2 Sport

Fjórir leikmenn eru tilnefndir sem besti leikmaður maí í Bestu deild kvenna í fótbolta og nú geta lesendur Vísis kosið um hver þeirra skaraði fram úr.

Helena Ólafsdóttir kynnti í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær hvaða fjórir leikmenn kæmu til greina en það eru þær Sandra María Jessen (Þór/KA), Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðabliki), Anna Rakel Pétursdóttir (Val) og Sæunn Björnsdóttir (Þrótti).

Hér að neðan má sjá brot af tilþrifum þeirra fjögurra í Bestu deildinni í maí.

Klippa: Bestu leikmennirnir í maí

Lesendur Vísis geta kosið hér að neðan og verða úrslitin svo kynnt í næsta þætti af Bestu  mörkunum, sem verður á Stöð 2 Sport næstkomandi miðvikudagskvöld.

Sandra María skoraði fjögur mörk fyrir Þór/KA í maí og var ásamt Andreu Rut Bjarnadóttur markahæst í mánuðinum.

Hafrún Rakel er þegar komin með þrjú mörk fyrir Blika og hefur aldrei skorað fleiri á einni leiktíð í efstu deild.

Vinstri bakvörðurinn Anna Rakel hefur verið áberandi í liði Vals sem er á toppi deildarinnar, og hún skoraði til að mynda eina markið í sigri liðsins á Breiðabliki.

Sæunn hefur svo verið í lykilhlutverki á miðjunni hjá Þrótti og skorað tvö mörk.


Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.