Íslenski boltinn

Einn besti leikmaður kvennaliðs Blika sleit líklega hásin í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karitas Tómasdóttir verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu.
Karitas Tómasdóttir verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu. Vísir/Vilhelm

Það var ekki eintóm gleði hjá Blikakonum í gær þrátt fyrir flottan sigur.

Breiðablik fagnaði góðum 3-0 sigri á Selfossi í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær en fórnarkostnaðurinn var mikill.

Karitas Tómasdóttir, miðjumaður Breiðabliks, meiddist illa um miðjan seinni hálfleik.

„Það lítur út fyrir að vera hásinaslit því miður. Það er mikið högg fyrir okkur,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, í viðtali við  Vísi eftir leikinn.

Karitas hefur spilað risastórt hlutverk á miðju Breiðabliks undanfarin sumur og var með sex mörk af miðjunni á síðasta tímabili.

Hún hafði ekki skorað í ár og gerir það væntanlega ekki úr þessu enda þýðir hásinaslit að tímabil hennar er búið.

Karitas er 27 ára gömul og kemur vonandi sterkari til baka úr þessum meiðslum en þetta er mikið áfall fyrir bæði hana og liðið.

Hún er einn reyndasti leikmaður Blika og algjör prímusmótor á miðju liðsins.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.