Luton Town tryggði sér í gær sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Coventry City í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni.
Téður Mpanzu lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Luton Town í ensku utandeildinni í desember árið 2013 gegn Alfreton. Síðan þá hefur hlutverk hans í liði Luton orðið stærra og stærra.
Í gær var hann í byrjunarliði Luton í úrslitaleik umspilsins og úrslit leiksins gerðu það að verkum að hann hefur nú skrifað söguna.
"I feel like I completed football."
— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023
Luton Town's Pelly Ruddock Mpanzu is first player in history to play for the same club from the National League to the Premier League pic.twitter.com/6sjujVs7rG
Þegar að Luton Town tryggði sig upp úr ensku D-deildinni árið 2018 hafði Mpanzu það á orði að það kæmi sér á óvart að hann væri enn hluti af liði félagsins. Hann bjóst aldrei við því að ná svona hátt á gæðastigi enskrar knattspyrnu.
Mpanzu hefur nú leikið yfir 360 leiki fyrir Luton Town og mun á næsta tímabili fá tækifæri til þess að spreyta sig á móti nokkrum af bestu liðum knattspyrnuheimsins.
Leikmaðurinn spilaði bróðurpart leikja Luton á nýafstöðnu tímabili, alls 33 leiki og skoraði hann í þeim leikjum þrjú mörk.