Veður

Appel­sínu­gul við­vörun og úr­komu­svæði nálgast

Máni Snær Þorláksson skrifar
Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Austfjörðum. Þá er úrkomusvæði sagt nálgast landið.
Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Austfjörðum. Þá er úrkomusvæði sagt nálgast landið. Vísir/Vilhelm

Appelsínugul viðvörun er nú í gildi á Austfjörðum og gul víðar um landið. Á Austfjörðum er spáð norðvestan 20-28 metrum á sekúndu og gert ráð fyrir að vindhviður geti farið yfir 35 metra á sekúndu.

Veðurstofa Íslands segir foktjón vera líklegt og hvetur fólk til að ganga frá lausamunum sínum á Austfjörðum. Varasamt ferðaveður er þar, sem og á Austurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. 

Gert er ráð fyrir hríðarveðri á fjallavegum á Austurlandi að Glettingi. Á Norðurlandi eystra er spáð snjókomu á fjallavegum með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Snjókomu er svo spáð á norðanverðu Miðhálendinu.

Gul viðvörun er nú í gildi víða um landið og appelsínugul á Austfjörðum.Veðurstofa Íslands

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að um þessar mundir sé fyrirstöðuhæð suður í hafi. Sú sé að beina öllum lægðum til okkar. 

„Ein þessara lægða kom upp að vestanverðu landinu í gær með tilheyrandi votviðri og allhvössum vindi. Þessi sama lægð er þegar þetta er skrifað stödd norðaustur af Langanesi og hefur vindur snúist til norðvestanáttar.“

Vindhraði fari minnkandi með morgninum á vestanverðu landinu en búast megi við hvassviðri eða stormi fyrir austan fram á síðdegið. 

„Á morgun nálgast okkur síðan úrkomusvæði frá næstu lægð. Þá má búast við suðvestan strekkingi með súld eða rigningu, en úrkomuminna á austanverðu landinu. Það hlýnar heldur til og hiti á morgun verður á bilinu 7 til 14 stig, hlýjast austanlands.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.