„Kominn tími til að starta sumrinu“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 19:26 Sigurður Þ. Ragnarsson segir að búast megi við góðu veðri hér á landi um mánaðarmótin. Fólk megi þó ekki fagna alltof snemma. Vísir/Vilhelm Mohammed Emin Kizilkaya veðurfræðiáhugamaður spáði því í vikunni að Íslendingar mættu eiga von á góðu veðri í kringum næstu mánaðarmót. Sumarið væri á leiðinni til landsins. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að Mohammed hafi ýmislegt til síns máls. „Það verður að viðurkennast að það sem hann er að segja er alveg sjáanlegt í kortunum,“ segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mohammed sagði að búast mætti við allt að tuttugu og fimm gráðu hita á Austurlandi þann 28. maí næstkomandi. „Hann er líka að segja nokkuð rétt frá að Austurlandið fer örugglega yfir tuttugu stigin. Ekki endilega á 28. en vel má það vera,“ segir Siggi við því. „Það er kannski líka rétt að taka fram að þetta er það sem við, bæði ég, Einar Sveinbjörnsson og fleiri, erum búnir að vera að tala um. Við eigum von á góðu sumri og það sem er að gerast er að þessi hæð þarna suður í höfum, hún er að senda til okkar mjög rakt suðrænt loft. Þá fáum við inn svona vestlægar áttir á meðan hún er fyrir sunnan landið og þar með er austurlandið alveg í prímaveðri.“ Siggi varar þó fólk við því að fagna alltof snemma. „Því við eigum eftir að þola laugardaginn sem er leiðindadagur, kaldur og leiðinlegur, og svo fer ýmislegt að gerast. Þessi hæð stefnir yfir landið og þá erum við komin með sólskin í flestum, ef ekki öllum, landshlutum.“ Siggi segir að austanvert og sunnanvert landið sé að koma best út í spánni, það er að segja fyrir síðustu dagana í maí. „En þetta eru afskaplega hagstæðar horfur og þetta er í anda þess sem við höfum verið að tala um. Það kemur mér svosem ekki á óvart að nú sé kominn tími til að starta sumrinu og gera það af fullum krafti.“ Siggi bendir þó á að ekki sé um að ræða endalaust hlýtt og gott veður. Það megi jafnvel búast við kuldakasti í fimm til sex daga bylgju en svo breytist veðrið aftur. „Ég myndi alveg vilja eiga sumarhús á Austurlandi eins og þetta lítur út núna.“ Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Sjá meira
„Það verður að viðurkennast að það sem hann er að segja er alveg sjáanlegt í kortunum,“ segir Sigurður, sem er gjarnan kallaður Siggi Stormur, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mohammed sagði að búast mætti við allt að tuttugu og fimm gráðu hita á Austurlandi þann 28. maí næstkomandi. „Hann er líka að segja nokkuð rétt frá að Austurlandið fer örugglega yfir tuttugu stigin. Ekki endilega á 28. en vel má það vera,“ segir Siggi við því. „Það er kannski líka rétt að taka fram að þetta er það sem við, bæði ég, Einar Sveinbjörnsson og fleiri, erum búnir að vera að tala um. Við eigum von á góðu sumri og það sem er að gerast er að þessi hæð þarna suður í höfum, hún er að senda til okkar mjög rakt suðrænt loft. Þá fáum við inn svona vestlægar áttir á meðan hún er fyrir sunnan landið og þar með er austurlandið alveg í prímaveðri.“ Siggi varar þó fólk við því að fagna alltof snemma. „Því við eigum eftir að þola laugardaginn sem er leiðindadagur, kaldur og leiðinlegur, og svo fer ýmislegt að gerast. Þessi hæð stefnir yfir landið og þá erum við komin með sólskin í flestum, ef ekki öllum, landshlutum.“ Siggi segir að austanvert og sunnanvert landið sé að koma best út í spánni, það er að segja fyrir síðustu dagana í maí. „En þetta eru afskaplega hagstæðar horfur og þetta er í anda þess sem við höfum verið að tala um. Það kemur mér svosem ekki á óvart að nú sé kominn tími til að starta sumrinu og gera það af fullum krafti.“ Siggi bendir þó á að ekki sé um að ræða endalaust hlýtt og gott veður. Það megi jafnvel búast við kuldakasti í fimm til sex daga bylgju en svo breytist veðrið aftur. „Ég myndi alveg vilja eiga sumarhús á Austurlandi eins og þetta lítur út núna.“
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Sjá meira