Telja Slot hafa verið að nota Tottenham Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 11:30 Arne Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins. Getty/Dennis Bresser Nú er orðið ljóst að Arne Slot verður ekki næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hafði verið orðaður við starfið. Slot segist vilja halda áfram starfi sínu hjá Feyenoord sem hann gerði að hollenskum meistara í ár. Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Enski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið.
Enski boltinn Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira