Telja Slot hafa verið að nota Tottenham Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 11:30 Arne Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins. Getty/Dennis Bresser Nú er orðið ljóst að Arne Slot verður ekki næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hafði verið orðaður við starfið. Slot segist vilja halda áfram starfi sínu hjá Feyenoord sem hann gerði að hollenskum meistara í ár. Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira
Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið.
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Sjá meira