Segir notkun samfélagsmiðla geta skaðað börn Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 10:34 Tveir þriðju ungmenna í Bandaríkjunum segjast nota samfélagsmiðla daglega og einn þriðji segir notkunina stanslausa. Getty Vivek H. Murthy, landlæknir Bandaríkjanna, segir samfélagsmiðlanotkun geta skaðað börn. Of mikil notkun samfélagsmiðla leiði til meiri hættu á geðrænum vandamálum seinna á lífsleiðinni. Þetta kom fram í áliti sem Murthy birti í gær þar sem hann segir að gögn skorti til að segja samfélagsmiðlanotkun nægilega örugga fyrir börn og táninga. Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins. Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira
Samhliða útgáfu álitsins skrifaði Murthy grein í Washington Post þar sem hann sagði meðal annars að það væri ekki lengur hægt að hunsa þann mögulega skaða sem samfélagsmiðlar eru að valda milljónum barna og fjölskyldna í Bandaríkjunum. Murthy segir að á ferðum sínum um landið og í samtölum við foreldra spyrji flestir hann út í samfélagsmiðla og hvort þeir séu öruggir fyrir börn. Þá segir hann foreldra segja uppeldið erfiðara en áður vegna tækni og samfélagsmiðla. Einni þriðji ungmenna stöðugt á samfélagsmiðlum Í áliti Landlæknis, sem finna má hér, kemur fram að um 95 prósent táninga sem eru þrettán til sautján ára gamlir séu á samfélagsmiðlum. Þar af skoði tveir þriðju samfélagsmiðla daglega og einn þriðji nærri því stanslaust. „Foreldrar segja mér að þau horfi á börn sín loka sig af inn í herbergi og verja klukkustundum fyrir framan skjái með endalaust flæði af fullkomnum líkömum og óraunhæfum fyrirmyndum sem fær þau til að skammast sín og skemmir sjálfstraust þeirra,“ skrifaði Murthy í áðurnefnda grein. Dr. Vivek Murthy, landlæknir Bandaríkjanna. AP/Susan Walsh Um álitið sagði hann að í grunninn snerist málið um að ekki væri hægt að segja að samfélagsmiðlar væru nægilega öruggir fyrir börn og táninga. Þvert á móti litu dagsins ljós sífellt meiri vísbendingar um að samfélagsmiðlar hafi neikvæð áhrif á þróun heila ungmenna og geðheilsu þeirra. Börn geta grætt á notkun samfélagsmiðla, þar sem þeir gera þeim kleift að tengjast ættingjum og vinum á auðveldan hátt, tjá sig og leita að stuðningi. Þau eru einnig líklegri til að verða fyrir einelti á samfélagsmiðlum en í raunheimi. Kallar eftir auknum rannsóknum Í áliti landlæknis kallar hann eftir því að tæknifyrirtæki geri meira í að meta mögulegan skaða sem samfélagsmiðlar valda börnum og veita rannsakendum meiri aðgang að gögnum fyrirtækjanna svo hægt sé að rannsaka það betur. Þá kallar hann einnig eftir aðgerðum ráðamanna til að verja ungmenni frá skaðlegu efni á samfélagsmiðlum og setja lágmarksaldur á samfélagsmiðla. Lagðar eru fram tillögur í álitinu sem foreldrar og ungmenni geti haft í huga. Ein snýr að því að ungmenni eiga að leita sér hjálpar ef þau, eða einhver sem þau þekkja, hafi orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá samfélagsmiðlum. Þá sé gott að takmarka skjátíma og alfarið banna hann minnst klukkustund fyrir svefn. Einnig sé gott að banna snjalltæki á matmálstímum og öðrum stundum sem fjölskyldur koma saman. Ungmennum er einnig ráðlagt að takmarka hvaða upplýsingum þau deila á samfélagsmiðlum og leyna því ekki ef þau verða fyrir áreiti eða einelti. Áhugasamir geta kynnt sér álit landlæknis Bandaríkjanna og ráðleggingar frekar hér á vef embættisins.
Bandaríkin Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Sjá meira