Erlent

Þýskur saksóknari segir leitina tengjast ábendingum um hvarf McCann

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stúlkunnar hefur verið saknað í sextán ár.
Stúlkunnar hefur verið saknað í sextán ár. Getty/Yui Mok

Christian Wolter, þýskur saksóknari, segir að þýska lögreglan hafi tekið ákvörðun um að leita í og við uppistöðulón í Portúgal eftir að hafa fengið tilteknar ábendingar, eins og Wolter komst að orði. Leitin tengist hvarfi Madeleine McCann.

Sky News segir að í morgun hafi kafarar haldið út í vatnið til að leita. Þá eru nokkrir tugir lögreglumanna við leit á svæðinu með um tíu leitarhunda. Lögreglumennirnir einskorða leitina ekki við lónið heldur er einnig leitað umhverfis það.

Staðurinn er í um þrjátíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz í Algarve þar sem McCann hvarf fyrir sextán árum síðan.

Wolter sagðist aðspurður ekki geta farið nánar út í hvaðan ábendingarnar komu. Hann gæti þá hvorki sagt hvers vegna lögreglan væri að leita á nákvæmlega þessum stað né hvað það væri sem hún vonaðist til að finna. Komst hann þannig að orði að þetta þyrfti að vera leyndarmál lögreglunnar um stundarsakir.

Leitin er framkvæmd að beiðni þýskra lögregluyfirvalda. Sumarið 2020 tilkynntu þau að þau teldu að McCann væri látin og að grunur væri uppi um að þýskur kynferðisglæpamaður að nafni Christian Brückner hefði eitthvað með hvarfið að gera.


Tengdar fréttir

Leitað að Maddie við lón í Portúgal

Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám.

Leitað við stíflu í máli McCann

Blásið hefur verið til leitar í lóni við stíflu í Portúgal í tengslum við mál Madeleine McCann. Stíflan er í um 50 km fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem fjölskyldan hennar dvaldi þegar McCann var numin á brott í maí 2007.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×