Erlent

Leitað að Maddie við lón í Portúgal

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum við uppistöðulón Arade stíflunnar nærri Silves í Portúgal.
Lögregluþjónar að störfum við uppistöðulón Arade stíflunnar nærri Silves í Portúgal. AP/Joao Matos

Leit stendur nú yfir að líki Madeleine McCann við uppistöðulón í Portúgal sem er í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Praia da Luz, þar sem hún hvarf árið 2007. Kafarar hafa farið ofan í lónið og er einnig leitað í nánasta umhverfi þess, meðal annars með hundum og neðanjarðarratsjám.

Madeleine hvarf úr fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal árið 2007 en lögregla gengur nú út frá því að hún sé látin. Hún var þriggja ára gömul þegar hún hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar voru með á leigu. Þau voru með vinum sínum á nærliggjandi bar.

Leitin við uppistöðulónið á að standa yfir í dag og á morgun. Hún fer fram á grunni beiðni frá lögreglunni í Þýskalandi og er það vegna þess að þýskur maður sem heitir Christian Brückner er sagður hafa farið að lóninu á tímanum sem McCann hvarf.

Sjá einnig: Leitað við stíflu í máli McCann

Sá er 45 ára maður sem bjó í Portúgal þegar McCann hvarf. Hann situr í fangelsi fyrir að naugða 72 ára konu á svæðinu þar sem fjölskylda McCann var á sínum tíma.

Hann hefur áður verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Árið 2020 var leitað á nokkrum stöðum í Þýskalandi sem tengdust honum. Þá sögðust þýskir saksóknarar hafa fundið vísbendingar um að Christian B hafi myrt Madeleine, en þær dugðu ekki til til að ákæra hann.

Sjá einnig: Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann

Búið er að leita tvisvar sinnum á svæðinu áður. Einu sinni árið 2008 og svo árið 2014.

Sky News var með myndavél við lónið þar sem leitað er og má fylgjast með leitinni í morgun í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Búið að hrekja kenningu konu sem taldi sig McCann

Búið er að hrekja kenningu pólskrar konu, sem taldi sig vera Madeleine McCann, með DNA-rannsókn. McCann hvarf sporlaust þegar hún var þriggja ára í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007. Hvarfið vakti heimsathygli og hefur fengið gríðarmikla umfjöllun. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×