Erlent

Insta­gram virðist virka á ný

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fjölmargir reiða sig á miðilinn.
Fjölmargir reiða sig á miðilinn. Getty/Gonchar

Samfélagsmiðillinn Instagram lá niðri í rúma klukkustund í kvöld. 

Samkvæmt vefsíðunni DownDetector bárust nærri tvö hundruð þúsund ábendingar um að notendur Instagram hafi ekki tekist að tengjast miðlinum, sem lá niðri frá klukkan 22:15 til klukkan 23:30 í kvöld.

Forsvarsmenn miðilsins hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu en talsmaður Meta, eiganda Instagram, sagði við Verge að unnið væri að lausn. 

Fjölmargir netverjar færðu sig eðlilega yfir á Twitter og kvörtuðu sáran. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×