Erlent

Bresk kona fannst látin á af­skekktu svæði í Grikk­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Konan fannst á afskekktu svæði á eyjunni Telendos í Grikklandi.
Konan fannst á afskekktu svæði á eyjunni Telendos í Grikklandi. Getty

Bresk kona, 74 ára gömul, fannst látin á afskekktu svæði á grísku eyjunni Telendos. Hún hafði verið í fríi með eiginmanni sínum en hvarf 30. apríl síðastliðinn. Fjölskyldan er í sárum. 

Konan hét Susan Hart og var frá Bath í Bretlandi. Dóttir hennar segir móður sína hafa sýnt merki um elliglöp síðustu ár, en það hafi ekki verið skoðað sérstaklega. Daginn sem Susan hvarf fór eiginmaður hennar í klettaklifur en hún varð eftir og ætlaði að lesa bók.

„Þetta er búið að vera hræðilegt,“ sagði dóttir konunnar við Guardian. Fjölskyldan hefur gagnrýnt grísku lögregluna harðlega. Þeim líði eins og lögreglan hafi hindrað leit á svæðinu og hreinlega logið um umfang leitarinnar. Þá hafi breska utanríkisráðuneytið lítið hjálpað.

Susan Hart skilur eftir sig eiginmann, þrjár dætur og fjögur barnabörn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×