Íslenski boltinn

Myndu bjóða Gylfa vel­kominn í Grinda­­vík

Aron Guðmundsson skrifar
Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags
Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty

Jón Júlíus Karls­son, fram­kvæmdar­stjóri í­þrótta­fé­lags Grinda­víkur, segir fé­lagið ekki hafa rætt við knatt­spyrnu­manninn Gylfa Þór Sigurðs­son um að ganga til liðs við knatt­spyrnu­lið fé­lagsins.

Ó­vissa hefur verið uppi um hver næstu skref Gylfa Þórs á knatt­spyrnu­ferlinum verða en hann er nú án fé­lags og hefur mál á hendur honum á Bret­lands­eyjum, vegna meintra brota gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi, verið látið niður falla.

Gylfi Þór er nú kominn aftur heim til Ís­lands og hefur knatt­spyrnu­lið Grinda­víkur verið nefnt til sögunnar sem mögu­legur við­komu­staður hans og hefur heyrst að nú sé verið að afla styrkja til að fá leik­manninn suður með sjó.

Vísir bar þessar sögu­sagnir undir fram­kvæmdar­stjóra fé­lagsins, Jón Júlíus Karls­son, sem kom af fjöllum.

„Það væri það gaman ef það væri raunin,“ segir Jón Júlíus við sögu­sögnum um Gylfa Þór og Grinda­vík. „Eina tenging hans við fé­lagið er að sonur Ólafs Más, bróður hans, er leik­maður hjá okkur.

Við höfum ekkert talað við hann per­sónu­lega, bara bróður hans en ég er alveg viss um að öll lið á Ís­landi myndu vilja hafa Gylfa á æfingu hjá sér.“

Þá í­trekaði Jón Júlíus við blaða­mann að Grinda­vík hafi ekki verið í sam­bandi við Gylfa Þór.

„Við höfum ekki haft sam­band við hann.“

„Myndi elska að fá hann aft­ur“

Áður en að um­rætt mál gegn Gylfa Þór leit dagsins ljós var hann á mála hjá enska úr­vals­deildar­fé­laginu E­ver­ton. Tekin var sú á­kvörðun að hann myndi hvorki æfa né spila með E­ver­ton á meðan að mál hans væri til rann­sóknar.

Svo rann samningur Gylfa Þórs við E­ver­ton út og í síðasta mánuði, nánar til­tekið þann 14. apríl, var málið látið niður falla.

Nokkrum dögum síðar var til­kynnt um ráðningu Norð­mannsins Åge Hareide í starf lands­liðs­þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands.

Á sínum fyrsta blaða­manna­fundi var Åge spurður út í Gylfa Þór, sem var lykil­leik­maður í glæstum árangri ís­lenska lands­liðsins sem komst á sínum tíma tví­vegis á stór­mót.

„Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virki­lega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frá­bær leik­maður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide.

En það var síðan þann 15.maí síðast­liðinn, í við­tali við Åge í þættinum Dag­mál á mbl.is sem lands­liðs­þjálfarinn greindi frá því að hann hafi átt fund með Gylfa Þór.

„Ég tjáði hon­um það að per­­sónu­­lega þá væri ég mjög á­huga­­sam­ur um það að fá hann aft­ur í lands­liðið,“ sagði Hareide. „Ég myndi elska að fá hann aft­ur og það væri bæði gott fyr­ir hann held ég og líka fyr­ir leik­manna­hóp­inn.“

Hafi Gylfi Þór á­huga á því að snúa aftur í ís­lenska lands­liðið er því ljóst að hann mun þurfa að finna sér nýtt fé­lags­lið. Ó­vissa er þó um fram­hald knatt­spyrnu­ferils hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×