Fótbolti

Hareide ræddi við Gylfa á fimmtudag

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Margir bíða þess með eftirvæntingu að vita hvort Gylfi hyggst spila aftur með landsliðinu.
Margir bíða þess með eftirvæntingu að vita hvort Gylfi hyggst spila aftur með landsliðinu.

Åge Harei­de, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segist áhugasamur um að fá Gylfa Þór Sigurðsson til að spila með liðinu. Hann ræddi við Gylfa á fimmtudaginn í síðustu víku.

Frá þessu greindi Hareide í Dagmálum á mbl.is.

„Ég tjáði hon­um það að per­sónu­lega þá væri ég mjög áhuga­sam­ur um það að fá hann aft­ur í landsliðið,“ segir Harei­de. „Ég myndi elska að fá hann aft­ur og það væri bæði gott fyr­ir hann held ég og líka fyr­ir leik­manna­hóp­inn.“

Gylfi Þór losnaði nýlega úr farbanni á Bretlandseyjum eftir að hafa sætt rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot. Hareide sagði strax á sínum fyrsta fundi sem landsliðsþjálfari í apríl að hann horfði til Gylfa.

„Það er gott fyrir hann að málinu sé lokið. Ég fann virkilega til með honum. Ég hef hitt hann. Hann er fínn gaur og frábær leikmaður en hann hefur ekki spilað í tvö ár þannig ég get ekki talað mikið meira um hann,“ sagði Hareide.

„Hann sjálfur verður að ákveða hvort hann vill spila aftur. Ef hann gerir það verður hann augljóslega í mínum áætlunum. Ef hann heldur sama standard og áður. En ég er mjög ánægður því að hann sé laus allra mála því þetta hljóta að hafa verið tvö ár í helvíti fyrir hann.“

Gylfi hefur leikið 78 landsleiki og skorað 25 mörk. Hann er þriðji markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×