Selenskí kominn til Japans Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 10:29 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, í Hírósjíma í morgun. AP/Stefan Rousseau Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, lenti í Japan í morgun þar sem hann mun sækja leiðtogafund G-7 ríkjanna. Þar hefur þegar verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Hann hefur hitt nokkra þjóðarleiðtoga á hliðarlínum fundarins en mun taka þátt í umræðum á morgun. Forsetinn lenti óvænt í Sádi-Arabíu í gær þar sem hann fundaði með leiðtogum Arababandalagsins. Selenskí hefur verið á farandfæti að undanförnu en Úkraínumönnum er mikilvægt að tryggja sér alla þá aðstoð sem þeir geta, hvort sem þar er um að ræða pólitíska aðstoð, hernaðaraðstoð eða fjárhagsaðstoð. Úkraínumenn eru taldir undirbúa umgangsmikla gagnsókn gegn Rússum á næstunni en þeir hafa verið að þjálfa nokkurn fjölda nýrra hermanna sem búnir eru vestrænum vopnum og bryn- og skriðdrekum. Selenskí mætti til Japans degi eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau styddu þjálfun úkraínskra hermanna á F-16 herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn sagt að þeir séu ekki mótfallnir því að aðrir eigendur F-16 sendi þotur til Úkraínu en Úkraínumenn hafa lengi beðið um þær til að leysa gamlar herþotur þeirra frá tímum Sovétríkjanna af hólmi. Japan. G7. Important meetings with partners and friends of Ukraine. Security and enhanced cooperation for our victory. Peace will become closer today.— (@ZelenskyyUa) May 20, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni úr Evrópusambandinu um að Selenskí muni taka þátt í tveimur viðræðum á morgun. Sú fyrri verður með leiðtogum G-7 ríkjanna og mun snúast um innrás Rússa í Úkraínu. Fleiri leiðtogum hefur verið boðið að taka þátt í síðari umræðunni þar sem rætt verður um frið og stöðugleika. Selenskí hefur í morgun rætt við nokkra þjóðarleiðtoga eins og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann mun einnig ræða við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, á fundinum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Japan Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. 19. maí 2023 18:46
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48