Hefði „að sjálfsögðu ekki“ átt að vera kuldalegri við Meloni Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 19. maí 2023 18:46 Katrín hlaut gagnrýni einhverra á samfélagsmiðlum fyrir móttökurnar. Evrópuráðið Forsætisráðherra vísar á bug gagnrýni vegna samskipta sinna við forsætisráðherra Ítalíu á leiðtogafundi Evrópuráðsins. Óljóst er hvað verður um byssur sem fluttar voru inn vegna fundarins en búið er að selja fjölda lúxusbíla. Skráning tjóns af völdum Rússa í úkraínu, umhverfismál og málefni mannréttindadómstóls Evrópu voru meðal þess sem ályktað var um á leiðtogafundinum, en forsætisráðherra segir tímann þurfa að leiða í ljós hversu mikil áhrif fundarins verða. Umdeildur flokkur Ítalans „Við eigum auðvitað eftir að sjá þegar lengra líður frá hver áhrif [fundarins] verða i raun og veru. Það eru auðvitað ákveðnar áþreifanlegar niðurstöður sem snúast fyrst og fremst um ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart sínum verkum í Úkraínu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vakti hversu innilega vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur Meloni, Bræðralag Ítalíu, á ættir að rekja til fasistaflokka og hefur þótt andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og réttinum til þungunarrofs. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Fundurinn sem hér var haldinn er leiðtogafundur Evrópuráðsins og Ísland er gestgjafi þessa fundar - og hann sækja leiðtogar allra aðildarríkja Evrópuráðsins. Það er ekki þannig að ég láti stjórnmálaskoðanir mínar trufla það hvernig ég tek á móti fólki sem er hingað að koma, til alvarlegs samtals um risastór mál á vettvangi alþjóðastofnunar, heldur tek ég vel á móti öllum.“ Hefðir þú átt að vera kuldalegri? „Að sjálfsögðu ekki.“ Sprengjusérfræðingar frá Noregi Mikið umstang og skipulagning fylgdi fundinum. Lúxusbílar sem fluttir voru inn til þess að ferja leiðtogana milli staða í borginni verða ekki fluttir aftur út heldur fara í sölu. Eins og fréttastofa greindi frá í dag er þegar búið að selja helming þeirra bíla sem keyptir voru. Þá var viðbúnaður lögreglu vegna fundarins mikill og þurfti að þjálfa um þrjú hundruð lögreglumenn sérstaklega í meðferð skotvopna. Tölur liggja ekki fyrir um heildarfjölda þeirra sem tóku þátt í gæslunni en lögreglan naut liðsinnis 116 erlendra lögreglumanna og sérfræðinga. Sérsveitarmenn og sprengjusérfræðingar komu frá Noregi og sérfræðingar í drónavörnum frá Danmörku. Frá Finnlandi komu sérfræðingar í drónavörnum og öryggisleit og nokkur aðstoð kom frá Europol, landamæraeftirliti Evrópu, auk frekari utanaðkomandi ráðgjafar. Sextíu sendinefndir sem sóttu fundinn nutu vopnaðrar gæslu – og á meðal þess sem keypt var inn fyrir fundinn voru skotvopn. Ekkert fæst uppgefið um umfang þeirra kaupa að svo stöddu, né hvað gert verður við vopnin nú þegar fundinum er lokið. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ítalía Tengdar fréttir Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Skráning tjóns af völdum Rússa í úkraínu, umhverfismál og málefni mannréttindadómstóls Evrópu voru meðal þess sem ályktað var um á leiðtogafundinum, en forsætisráðherra segir tímann þurfa að leiða í ljós hversu mikil áhrif fundarins verða. Umdeildur flokkur Ítalans „Við eigum auðvitað eftir að sjá þegar lengra líður frá hver áhrif [fundarins] verða i raun og veru. Það eru auðvitað ákveðnar áþreifanlegar niðurstöður sem snúast fyrst og fremst um ábyrgðarskyldu Rússa gagnvart sínum verkum í Úkraínu,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Athygli vakti hversu innilega vel fór á með Katrínu og Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Flokkur Meloni, Bræðralag Ítalíu, á ættir að rekja til fasistaflokka og hefur þótt andsnúinn innflytjendum, hinsegin fólki og réttinum til þungunarrofs. Katrín vísar þessari gagnrýni á bug. „Fundurinn sem hér var haldinn er leiðtogafundur Evrópuráðsins og Ísland er gestgjafi þessa fundar - og hann sækja leiðtogar allra aðildarríkja Evrópuráðsins. Það er ekki þannig að ég láti stjórnmálaskoðanir mínar trufla það hvernig ég tek á móti fólki sem er hingað að koma, til alvarlegs samtals um risastór mál á vettvangi alþjóðastofnunar, heldur tek ég vel á móti öllum.“ Hefðir þú átt að vera kuldalegri? „Að sjálfsögðu ekki.“ Sprengjusérfræðingar frá Noregi Mikið umstang og skipulagning fylgdi fundinum. Lúxusbílar sem fluttir voru inn til þess að ferja leiðtogana milli staða í borginni verða ekki fluttir aftur út heldur fara í sölu. Eins og fréttastofa greindi frá í dag er þegar búið að selja helming þeirra bíla sem keyptir voru. Þá var viðbúnaður lögreglu vegna fundarins mikill og þurfti að þjálfa um þrjú hundruð lögreglumenn sérstaklega í meðferð skotvopna. Tölur liggja ekki fyrir um heildarfjölda þeirra sem tóku þátt í gæslunni en lögreglan naut liðsinnis 116 erlendra lögreglumanna og sérfræðinga. Sérsveitarmenn og sprengjusérfræðingar komu frá Noregi og sérfræðingar í drónavörnum frá Danmörku. Frá Finnlandi komu sérfræðingar í drónavörnum og öryggisleit og nokkur aðstoð kom frá Europol, landamæraeftirliti Evrópu, auk frekari utanaðkomandi ráðgjafar. Sextíu sendinefndir sem sóttu fundinn nutu vopnaðrar gæslu – og á meðal þess sem keypt var inn fyrir fundinn voru skotvopn. Ekkert fæst uppgefið um umfang þeirra kaupa að svo stöddu, né hvað gert verður við vopnin nú þegar fundinum er lokið.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ítalía Tengdar fréttir Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi. 19. maí 2023 11:18
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00
Forsætisráðherra Úkraínu segir að sækja verði stríðsglæpamenn til saka Forsætisráðherra Úkraínu segir það mikilvægt fyrsta skref að Evrópuráðið hafi ákveðið í dag að hefja skipulega skráningu á því tjóni sem Rússar hafa valdið Úkraínu með innrás sinni í landið. Næsta skref sé að stofna bótasjóð og að lokum verði að sækja alla glæpamenn stríðsins til saka. 17. maí 2023 20:59