Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 11:54 Selenskí við lendinguna í Sádi-Arabíu. AP/Ríkissjónvarp Sádi Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07