Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 11:54 Selenskí við lendinguna í Sádi-Arabíu. AP/Ríkissjónvarp Sádi Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07