Enski boltinn

Ton­ey í átta mánaða bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ivan Toney mun ekki spila fótbolta aftur fyrr en í janúar 2024.
Ivan Toney mun ekki spila fótbolta aftur fyrr en í janúar 2024. Ryan Pierse/Getty Images

Framherjinn Ivan Toney, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í átta mánaða bann vegna 232 brota á veðmálareglum deildarinnar.

Fyrr á þessari leiktíð kom í ljós að enska úrvalsdeildin væri að skoða hinn 27 ára gamla Toney vegna mögulegra brota á veðmála reglum deildarinnar. Í fyrstu var greint frá 232 brotum og svo bættust 30 til viðbótar síðar meir.

Nú hefur verið staðfest að hann hafi verið fundinn sekur um 232 brot en síðari 30 brotin voru felld niður.

Framherjinn hefur verið frábær á leiktíðinni og skorað 21 mark í 35 leikjum. Talið var að hann yrði eftirsóttur í sumar en reikna má með að þau lið sem hafi viljað fá hann í sínar raðir séu hætt við þar sem hann mun ekki spila á ný fyrr en í janúar 2024.

Brentford er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig þegar tvær umferðir eru eftir.


Tengdar fréttir

Toney valinn í enska landsliðið

Gareth Southgate tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leiki á móti Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM 2024.

Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið

Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki.

Ivan Toney játar sök og gæti verið á leið í langt bann

Enski knattspyrnumaðurinn Ivan Toney, framherji Brentford í ensku úrvalsdeildinni, hefur játað sök í flestum ákæruliðum eftir að hann var sakaður um rúmlega 260 brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins.

Bannaður frá þátt­töku tíma­bilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×