Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2023 11:30 Sigurður Gísli Bond Snorrason veðjaði á að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur í fyrra. Hafliði Breiðfjörð Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi. Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Sigurður fékk bann sem gildir aðeins til loka keppnistímabilsins í haust – leikmenn sem til dæmis slíta krossband í hné geta sem sagt verið lengur frá keppni – og í vikunni staðfesti áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðinn eftir að Sigurður ákvað einhverra hluta vegna að áfrýja. Samkvæmt enskum miðlum er Ivan Toney, framherji Brentford og einn markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á leið í margra mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum. Samt veðjaði hann aldrei á eigin leiki. Það er það sem gerir brot Sigurðar svo alvarleg. Hann veðjaði ekki bara á fjölda annarra leikja heldur á leiki eigin liðs, þar af að minnsta kosti fjóra leiki sem hann spilaði sjálfur. Hagnaðist á því að fá á sig mark Hann var ekki einu sinni að veðja á sigur síns liðs, sem væri kannski skárra. Samkvæmt gögnum í úrskurði aganefndar veðjaði Sigurður nefnilega á að ákveðinn lágmarksfjöldi marka liti dagsins ljós í leikjum sem hann spilaði. Engu máli skiptir í þannig veðmálum hvort liðanna sem spila skorar mörkin. Þetta er kannski ekki alveg jafnslæmt og að veðja á tap eigin liðs, en samt eiginlega. Fjárhagslegur hagnaður af því að fá á sig mark. Og ég er algjörlega ósammála því að sýna eigi leikmönnum einhverja þolinmæði sem haga sér með þessum hætti. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gafst tækifæri til að sýna hversu grafalvarlegt málið er með þungu banni og eins árs bann er bara alls ekki nóg. Ævilangt bann hefði verið nær lagi en 3-4 ára bann líklega hæfilegt. Ég óttast að þessi vægi dómur bjóði velkomið það krabbamein sem veðmál og hagræðing úrslita er. Með þessu fordæmi er bara verið að segja: Ef svo ólíklega vill til að það komist upp um það að þú veðjir á eigin leiki, jafnvel margítrekað, þá kostar það þig bara níu mánuði frá fótbolta. Refsað fyrir veðmál í deild sem auglýsir veðmál Maður getur rétt ímyndað sér hversu erfitt er að koma upp um leikmenn sem veðja á eigin leiki, enda hefur KSÍ engar rannsóknarheimildir, og þess þá heldur þurfa viðurlögin að vera mjög ströng. Alveg sama hversu leiðir menn eru yfir sínum brotum, eins og Sigurður fékk að ræða um gagnrýnislaust í vinsælasta fótboltahlaðvarpi landsins. Leikmenn sem standast ekki þá freistingu að veðja á eigin leiki eiga ekkert erindi inn á fótboltavöll. Það má þó segja Sigurði til einhverrar varnar að það gæti aukið á freistnivanda leikmanna að vera að spila í Lengjudeildinni. Deildin sem hann spilaði í, og mátti ekki veðja á leiki í, er sem sagt sérstaklega nefnd eftir getraunaleik, eins kaldhæðnislegt og eðlilegt og mönnum kann að finnast það vera. Það kemur alla vega býsna illa út fyrir KSÍ að leikmönnum sé refsað fyrir veðmál á sama tíma og sambandið leggur blessun sína yfir að nota þá til að auglýsa veðmálastarfsemi.
Lengjudeild karla Fjárhættuspil KSÍ Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn