Frá þessu er greint á Sky Sports, en Toney var kærður í lok seinasta árs fyrir 262 brot á veðmálareglum sambandsins. Upphaflega var hann kærður fyrir 232 brot í nóvember á síðasta ári, en mánuði síðar bættust önnur 30 brot við.
Framherjinn játaði sök í mörgum þessara brota í gær, en neitaði þó ásökunum í öðrum. Það er nú í höndum óháðrar og sjálfstæðrar rannsóknarnefndar að meta hvort brotin sem Toney neitaði verði felld niður eða ekki áður en nefndir lítur yfir brotin í heild sinni og ákvarðar refsingu í kjölfar þess.
Toney og lið hans, Brentford, vonast til þess að leikmaðurinn geti byrjað að taka út refsingu sína sem fyrst til að hún hafi sem minnst áhrif á næsta tímabil. Þær vikur og mánuðir sem enska úrvalsdeildin er í sumarfríi telja með í banninu, en þó gætu verið nokkrar vikur enn þar til niðurstaða fæst í málið.