Erlent

Kanna hvort Rússum hafi tekist að skemma loftvarnarkerfi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Úkraínumenn kölluðu lengi eftir því að fá send svokölluð Patriot-loftvarnarkerfi.
Úkraínumenn kölluðu lengi eftir því að fá send svokölluð Patriot-loftvarnarkerfi. Getty

Bandaríkjamenn kanna nú mögulegar skemmdir Rússa á háþróuðu loftvarnarkerfi Úkraínumanna, sem þeir fengu að gjöf, bæði frá Bandaríkjamönnum og annað frá Hollendingum og Þjóðverjum. 

Umfangsmikil loftárás var gerð á Kænugarð í nótt. Úkraínumenn greindu frá því að loftvarnarkerfi þeirra hafi skotið niður allar flaugar Rússa. CNN greinir nú frá því að svokallað Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna hafi eyðilagst, eða orðið fyrir skemmdum, í árásinni.

Um er að ræða háþróað kerfi sem er sagt sérstaklega skilvirkt við það að skjóta niður stýri- og eldflaugar.

Sjá einnig: Send­a best­a loft­varn­ar­kerf­ið til Úkra­ín­u

Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag á Telegram að tekist hafi að koma höggi á loftvarnarkerfið. Úkraínski herinn vildi ekki tjá sig um þessar yfirlýsingar Rússa þegar eftir því var leitað, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

„Við getum ekki tjáð okkur um það. Við forðumst það að tjá okkur um rússneskar heimildir,“ segir talsmaður úkraínska flughersins, Serhiy Ihnait.

Eins og áður segir búa Úkraínumenn nú yfir tveimur Patriot-kerfum. Rússar hafa áður beint skotum sínum að kerfunum en þær tilraunir hafa mistekist. Embættismenn í Bandaríkjunum telja að Rússum hafi tekist að greina merki frá kerfunum og þannig staðsett þau nákvæmlega. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×