Tölvuþrjótarnir kalla Vesturlönd nasista Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa 16. maí 2023 12:27 Þessi mynd fylgdi yfirlýsingu tölvurjótahópsins um netárásina á Íslandi. Tölvuþrjótahópurinn NoName057(16) hefur lýst yfir ábyrgð á netárásum á íslenska vefi í dag að því fram kemur í tilkynningu frá CERT-IS, í henni er NoName057(16) kallaður ógnarhópur. Hópurinn er hliðhollur Rússlandi. NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023 Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
NoName057(16) hefur gert margar sambærilegar árásir á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu að undanförnu. Meðlimir hópsins tala opinberlega um það á samfélagsmiðlum að árásir þeirra séu til stuðnings stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. CERT-IS vekur athygli á því að innbrotstilraunir hafi verið gerðar í kerfi í kjölfar dreifðra álagsárása. Ekki sé útilokað að fleiri árásir verði gerðar á íslenska netumdæmið. Eru því rekstrar- og öryggisstjórar hvattir til að vera á varðbergi og tilkynna allt grunsamlegt á cert@cert.is. Lýstu yfir ábyrgð Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir í samtali við fréttastofu að hópurinn hafi lýst yfir ábyrgð á árásunum á samfélagsmiðlinum Telegram. Um sé að ræða aktívistahóp sem styður Rússland. „Það er ekki alveg vitað hvar þeir eru staðsettir í þessu. Árásirnar líta út fyrir koma frá ýmsum stöðum en hópurinn er með mjög skýran rússneskan málstað,“ segir Anton. Umræddri færslu á Telegram fylgdi myndin sem sjá má hér að ofan. Þar stendur að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, muni flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag, að Vesturlönd séu að haga sér eins og nasistar og eigi í leppsstríði við Rússland, sem gerði innrás í Úkraínu. Hafa gert sambærilegar árásir víða Starfsmenn netöryggisfyrirtækisins Avast skrifuðu í síðasta mánuði grein um hakkarahópinn þar sem fram kemur að markmið hópsins sé að fella vefsíður stofnana og fyrirtækja með svokölluðum álagsárásum. Þær kallast einnig DDOS-árásir og snúast um að beina mikilli netumferð inn á vefsíður svo þær hrynji vegna álagsins. Hópurinn hefur boðið fólki peninga fyrir að hlaða niður sérstökum hugbúnaði svo hægt sé að nota þær tölvur til þessara árása. Þá hafi hópurinn unnið að þróun hugbúnaðartóla til að gera árásir þessar skilvirkari. Netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, segir verið sé að reyna að nýta rafræn skilríki til þessara álagsárása og benda fólki á að staðfesta ekki rafræn skilríki án þess að vera viss um að viðkomandi hafi beðið um það. Árásarhópar eru að gera tilraunir til að nýta rafræn skilríki til að komast inn á viðkvæm svæði. Ekki staðfesta rafræn skilríki nema vera viss um að þú hafir beðið um það. Ekki staðfesta rafræna auðkenningabeiðnir sem þú kannast ekki við.— CERT-IS (@cert_iceland) May 16, 2023
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tölvuárásir Tengdar fréttir Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17 „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Sendinefnd Úkraínu mætir til Íslands án Selinskí Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, leiðir sendinefnd landsins á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Í föruneyti hans verður Denys Maliuska dómsmálaráðherra en Volodimír Selenskí forseti kemur ekki til landsins. 16. maí 2023 11:17
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. 16. maí 2023 11:15