Mikið um meiðsli í Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 19:00 Sigurður Ragnar nær ekki að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Vísir/Diego Ekki nóg með að Keflavík hafi tapað 0-2 gegn HK á „heimavelli“ heldur yfirgaf spænski varnarmaðurinn Nacho Heras völlinn í skjúkrabíl ásamt því að fyrirliði liðsins, Magnús Þór Magnússon, og Dagur Ingi Valsson gátu ekki klárað leikinn vegna meiðsla og eymsla. Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Keflavík hefur ekki byrjað vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur ekki enn leikið á aðalvelli sínum þar sem hann, líkt og aðrir grasvellir landsins, er einfaldlega ekki tilbúinn. Í 7. umferð tapaði liðið heima gegn nýliðum HK ásamt því að missa lykilmanninn Nacho í meiðsli. „Ég hef bara áhyggjur af honum að þetta sé mjög slæmt. Hann fann eins og eitthvað hafi farið í hnénu og fór í sjúkrabíl. Þannig við vonum bara það besta fyrir hans hönd. Ég held að þetta sé alvarlegt,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leik. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Ragnar í dag um standið á leikmannahópi Keflavíkur. Þar kom fram að Magnús Þór fyrirliði hafi verið tekinn af velli þegar klukkustund var liðin af leiknum gegn HK vegna meiðsla. „Hann var farinn að haltra og spilaði hálf meiddur af því það eru mikil meiðsli á varnarmönnum okkar. Vitum ekki hvað hann verður lengi frá,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolti.net. Einnig sagði Sigurður Ragnar að Dagur Ingi hefði komið af velli vegna meiðsla. Ásgeir Páll Magnússon hefur einnig verið að glíma við meiðsli en það styttist í hann. Þá hafa Ásgeir Orri Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson einnig verið að glíma við meiðsli ofan á að Gunnlaugur Fannar Guðmundsson var í leikbanni gegn HK. Til að toppa þetta er Sami Kamel einnig að glíma við meiðsli en hann er einn af þeim fjölmörgu leikmönnum sem Keflavík sótti í vetur. Það er ljóst að Keflavík má ekki við því að vera án allra þessa leikmanna og það verður erfitt fyrir liðið að fylla skarð Nacho Heras verði hann frá keppni út tímabilið. Þá verða leikirnir ekkert auðveldari en næstu tveir leikir eru gegn Val og Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira