Erlent

Slapp með skrekkinn frá hákarlaárás

Samúel Karl Ólason skrifar
Hákarl

Sjóstangveiðimaður komst í hann krappan undan ströndum Honolulu í Havaí á dögunum. Scott Haraguchi hafði nýverið veitt fisk á kajak og var að undirbúa sig fyrir að kasta aftur, þegar tígrisháfur synti að honum á miklum hraða og beit duglega í kajakinn.

Haraguchi hafði kveikt á myndavél sem hann bar á höfði sínu þegar hann veiddi áðurnefndan fisk og hafði gleymt að slökkva á myndavélinni aftur, svo hann fangaði atvikið á myndband.

Honum brá heldur betur í brún þegar hákarlinn kom upp úr sjónum en sparkaði í hann þar til hann sleppti kajaknum.

Í frétt TMZ er vitnað í héraðsmiðil sem ekki er aðgengilegur hér á landi vegna reglna Evrópusambandsins en í samtali við þann miðill sagði Haraguchi að fyrst hefði hann haldið að hákarlinn væri skjaldbaka. Hann sagðist vera heppinn að vera á lífi en sem betur fer hvolfdi kajakinn ekki.

Áðurnefnt myndband má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×