Haraguchi hafði kveikt á myndavél sem hann bar á höfði sínu þegar hann veiddi áðurnefndan fisk og hafði gleymt að slökkva á myndavélinni aftur, svo hann fangaði atvikið á myndband.
Honum brá heldur betur í brún þegar hákarlinn kom upp úr sjónum en sparkaði í hann þar til hann sleppti kajaknum.
Í frétt TMZ er vitnað í héraðsmiðil sem ekki er aðgengilegur hér á landi vegna reglna Evrópusambandsins en í samtali við þann miðill sagði Haraguchi að fyrst hefði hann haldið að hákarlinn væri skjaldbaka. Hann sagðist vera heppinn að vera á lífi en sem betur fer hvolfdi kajakinn ekki.
Áðurnefnt myndband má sjá hér að neðan.