Kjartan harmar sparkið en segir olnbogaskotið óviljaverk Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2023 09:29 Mikil umræða hefur verið um framgöngu Kjartans Henrys Finnbogasonar í Víkinni í gærkvöld og hann hefur nú sent frá sér yfirlýsingu. FH Kjartan Henry Finnbogason hefur sent frá sér skilaboð í kjölfar þess að hafa víða verið sakaður um fautaskap í leik með FH gegn Víkingi í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöld. Kjartan var til að mynda í Stúkunni á Stöð 2 Sport talinn heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið í leiknum, í tvígang, en hann kláraði leikinn sem endaði með 2-0 sigri Víkings. Kjartan fékk þó gult spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti rauðu spjaldi á liðsfélaga sinn, Finn Orra Margeirsson. Fyrra atvikið sem um ræðir var þegar Kjartan sparkaði í átt til Birnis Snæs Ingasonar, án þess þó að hæfa hann, en þar munaði litlu að illa færi eins og Kjartan viðurkennir sjálfur. Í seinna atvikinu endaði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, alblóðugur í framan eftir olnbogaskot frá Kjartani en þar segir Kjartan um algjört óviljaverk að ræða. „Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur að þá sé ég mikið eftir „pirrings“ sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað,“ skrifar Kjartan á Twitter í dag. „En það að ég hafi viljandi gefið Nico olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk, ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli. Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn,“ skrifar Kjartan. Atvikin og umræðuna í Stúkunni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Kjartan var til að mynda í Stúkunni á Stöð 2 Sport talinn heppinn að hafa ekki fengið rauða spjaldið í leiknum, í tvígang, en hann kláraði leikinn sem endaði með 2-0 sigri Víkings. Kjartan fékk þó gult spjald undir lok leiks þegar hann mótmælti rauðu spjaldi á liðsfélaga sinn, Finn Orra Margeirsson. Fyrra atvikið sem um ræðir var þegar Kjartan sparkaði í átt til Birnis Snæs Ingasonar, án þess þó að hæfa hann, en þar munaði litlu að illa færi eins og Kjartan viðurkennir sjálfur. Í seinna atvikinu endaði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, alblóðugur í framan eftir olnbogaskot frá Kjartani en þar segir Kjartan um algjört óviljaverk að ræða. „Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur að þá sé ég mikið eftir „pirrings“ sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað,“ skrifar Kjartan á Twitter í dag. „En það að ég hafi viljandi gefið Nico olnbogaskot er svo fjarri lagi, þetta var algjört óviljaverk, ég var að dekka einn sterkasta framherja deildarinnar og reyna að passa að hann kæmist ekki fram fyrir mig. Sem betur fer slapp hann með blóðnasir. Annað eins hefur gerst á fótboltavelli. Óska Víkingum nær og fjær til hamingju með sigurinn,“ skrifar Kjartan. Atvikin og umræðuna í Stúkunni má sjá hér að neðan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Afturelding | Botnliðin eigast við Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira