„Hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 09:19 Kjartan Henry Finnbogason útskýrir olnbogaskotið fyrir fórnarlambinu Nikolaj Hansen. S2 Sport Það var mikill hiti í mönnum í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og eftir leikinn töluðu báðir þjálfarar liðanna, Arnar Gunnlaugsson og Heimir Guðjónsson, um grófan leik andstæðinganna. Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fleiri fréttir LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Sjá meira
Stúkan ræddi þennan leik og fór meðal annars yfir nokkur atriði tengdum þeim Kjartani Henry Finnbogasyni hjá FH og Pablo Punyed hjá Víkingum. „Að kannski máli málanna. Arnar (Gunnlaugsson) var reiður við Kjartan Henry (Finnbogason). Við getum séð þetta,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar, og sýndi myndbrot af því þegar Kjartan Henry sparkar í átt að andliti Birnis Snæs Ingasonar en hittir ekki. „Hér er Kjartan í baráttunni við Birni Snæ. Við sjáum hvernig Kjartan Henry sparkar frá sér. Það er ekki honum að þakka að hann fer ekki í Birni Snæ þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er klárlega gult ef ekki rautt spjald. Ef þú reynir að slá einhvern er það ekki rautt spjald? Hann reynir klárlega að sparka í manninn eftir að boltinn er farinn,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar. Í dag sendi Kjartan frá sér yfirlýsingu vegna framgöngu sinnar í gær og kvaðst harma sparkið. Gummi Ben var ekki hættur að sýna atvik með Kjartani Henry. „Síðan er þetta atvik hér þegar Niko Hansen liggur eftir alblóðugur. Hér er Kjartan að gæta hans og fer klárlega með olnbogann í andlitið á honum hér,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi á þetta þá met ég þetta þannig að hann lítur til hliðar og lemur hann í andlitið,“ sagði Lárus Orri. „Ég er sammála því. Hann horfir alveg augljóslega á hann þarna,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar. „Ég sé það bara þannig. Það er enginn tími eða pláss fyrir svona hluti. Við nennum ekki svona hlutum. Takist vel á innan fótboltans en ekki þetta bull,“ sagði Lárus. Það er sýnt myndbrot af því þegar Kjartan Henry ræðir málin við Nikolaj Hansen og útskýrir að þetta hafi ekki verið viljandi. Þeir takast síðan í hendur. „Niko trúði þessu kannski þarna en ef hann horfir á þetta núna þá er hann enn þá meira pirraður. Ef að það væri gamla góða Varsjáin í gangi þá hefði Kjartan endað með tvö rauð spjöld,“ sagði Albert og hélt áfram. „Þetta minnir mig rosalega á Patrick Vieira og Ruud van Nistelrooy þegar hann sparkaði upp. Rautt spjald þar og rautt spjald þarna,“ sagði Albert. Guðmundur og strákarnir í Stúkunni fór einnig yfir það þegar Pablo Punyed fékk gult spjald fyrir að keyra niður Úlf Ágúst Björnsson sem hafði áður sparkað hann niður. „Við sjáum þetta kannski ekki eins vel og við sjáum atvikið áðan hjá Kjartani. Þetta er ekki eins slæmt og hjá Kjartani. Það er alveg augljóst. Hann fer ekki með olnboga í andlitið á honum en hann keyrir í hann,“ sagði Lárus. Hér fyrir neðan má sjá Stúkuna fara yfir brotin hjá Kjartani Henry og brotið hjá Pablo. Klippa: Umræða um brot Kjartans Henry og Pablo
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin Fótbolti Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Íslenski boltinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fleiri fréttir LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Sjá meira