Erlent

Khan sleppt gegn tryggingu

Atli Ísleifsson skrifar
Imran Khan gegndi embætti forsætisráðherra Pakistans á árunum 2018 til 2022. Hann hrökklaðist frá völldum í apríl á síðasta ári eftir að meirihluti þings samþykkti vantrauststillögu.
Imran Khan gegndi embætti forsætisráðherra Pakistans á árunum 2018 til 2022. Hann hrökklaðist frá völldum í apríl á síðasta ári eftir að meirihluti þings samþykkti vantrauststillögu. Getty

Dómstóll í Pakistan hefur úrskurðað að forsætisráðherranum fyrrverandi, Imran Khan, skuli sleppt gegn tryggingu og að hann skuli ekki handtekinn aftur á næstu tveimur vikum.

Pakistanskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en áður hafði hinn sjötugi Khan tjáð BBC að hann væri sannfærður um að hann yrði handtekinn að nýju um leið og honum yrði sleppt.

Khan, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2018 til 2022, var handtekinn fyrr í vikunni og honum gert að svara fyrir ásakanir um spillingu.

Eftir að fréttir bárust af handtökunni blossuðu upp blóðug átök milli hersins og stuðningsmanna Khan.

BBC segir frá því að margir telji að Khan hafi unnið sigur í kosningum árið 2018 með liðsinni hersins. Bæði Khan og leiðtogar hersins hafa þó hafnað slíku.

Þegar leið á stjórnartíð Khans kastaðist hins vegar í kekki milli hans og yfirmanna hersins og eftir að hann lét af embætti hefur hann gagnrýnt framferði hersins harðlega.

Flokkur Khans, Tehreek-e-Insaf, segja spillingarásakanirnar á hendur Khan af pólitískum rótum sprottnar, en hann er sakaður um að hafa þegið persónulegar gjafir frá erlendum leiðtogum í stjórnartíð sinni.


Tengdar fréttir

Dorrit miður sín og stendur þétt við bak Khan

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, er miður sín fyrir handtöku Imrans Khans, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan. Hún segist sannfærð um að Khan sé ekki spilltur.

Blóðug átök í Pakistan

Til blóðugra átaka og fjöldamótmæla hefur komið víða í Pakistan í kjölfar þess að forsætisráðherrann fyrrverandi Imran Khan var handtekinn í gær.

Imran Khan handtekinn í dómsal

Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×