Munu fara fram á himinháar bætur frá Grænlendingum Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2023 13:45 Fyrirhuguð námuvinnsla átti að fara fram í Kvanefledet, ekki langt frá bænum Narsaq á suðvesturströnd Grænlands. Getty Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar. Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Verði ekki farið að kröfum fyrirtækisins verði farið fram á 15 milljarða danskra króna í skaðabætur, rúmlega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Danska blaðið Politiken segir frá þessu en málið má rekja til ákvörðunar grænlensku heimastjórnarinnar að banna alla úranvinnslu á Grænlandi. Ástralska fyrirtækið vill meina að ákvörðun heimastjórnarinnar um að stöðva námuvinnslu fyrirtækisins hafi falið í sér brot á reglum. Málið er nú á borði sérstaks dansks gerðardóms en svo kann að fara að málið rati til almennra dómstóla. Fer námuvinnslufyrirtækið fram á að fallið verði frá banninu og að fyrirtækið fái heimild til vinnslunnar, eða þá að fá greiddar himinháar skaðabætur úr hendi danska ríkisins og Grænlands. Politiken segir ennfremur að samkomulag hafi náðst um að dönsk stjórnvöld greiði þriðjung alls lögfræðikostnaðar í málinu. Missir ekki svefn vegna málsins Haft er eftir Jørgen Hammeken-Holm, ráðuneytisstjóra í danska auðlindaráðuneytinu, að málið sé ekki þannig vaxið að hann missi svefn vegna þess. „Það er alþekkt að fyrirtæki líkt og þetta ástralska stefni ríkisstjórnum og fari fram á gegndarlausar skaðabætur. Því hærri upphæð, því meira er því ætlað að láta mótaðilann skjálfa á beinunum.“ Var helsta kosningamálið Námuvinnsluverkefni Greenland Minerals var helsta kosningamálið í grænlensku þingkosningunum 2021 þar sem andstæðingar verkefnisins náðu meirihluta á grænlenska þinginu og lögðu skömmu síðar bann við úranvinnslu sem varð til þess að ekkert varð úr verkefninu. Greenland Minerals hafði þá verið starfandi á Grænlandi frá árinu 2007 með það að markmiði að hefja þar vinnslu á málmum. Í Kvanefjeldet í Kuannersuit er líka að finna úran og vinnsla á slíku yrði ávallt óhjákvæmilegur fylgifiskur fyrirhugaðrar málmvinnslunnar þar.
Grænland Danmörk Námuvinnsla Tengdar fréttir Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15 Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. 13. desember 2021 11:15
Grænlendingar banna úranvinnslu Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn. 10. nóvember 2021 08:06