Erlent

Græn­lendingar banna úran­vinnslu

Atli Ísleifsson skrifar
Grænlenski forsætisráðherrann og formaður IA, Mute Egede, tilkynnti á dögunum að Grænland myndi loks skrifa undir Parísarsamkomulagið.
Grænlenski forsætisráðherrann og formaður IA, Mute Egede, tilkynnti á dögunum að Grænland myndi loks skrifa undir Parísarsamkomulagið. EPA

Grænlenska þingið samþykkti í gær að banna úranvinnslu og leit að úrani innan lögsögu Grænlands. Tólf þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en níu gegn.

Nýsamþykkt lög eru í takti við málflutning vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit (IA) í kosningabaráttunni fyrr á árinu, en flokkurinn vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru í apríl.

Niðurkosninganna varð til þess að ekkert verður af áður fyrirhuguðu námuvinnsluverkefni á Suður-Grænlandi, sem átti að vera stórt í sniðum. IA barðist gegn verkefninu og sagði að það myndi hafa of mikil umhverfisleg áhrif.

Forsætisráðherrann og formaður IA, Mute Egede, tilkynnti á dögunum að Grænland myndi skrifa undir Parísarsamkomulagið.


Tengdar fréttir

Heimsveldin og auðlindir Grænlands

Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu.

Grænlendingar stöðva gas- og olíuleit

Ríkisstjórn Grænlands hefur ákveðið að hætta allir olíu- og jarðgasleit vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Ríkisstjórnin segir þetta náttúrulegt skref þar sem hún taki veðurfarsbreytingar af mannavöldum alvarlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.