Erlent

Segist geta bundið enda á á­tökin í Úkraínu á 24 klukku­stundum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Trump sýndi enga iðrun.
Trump sýndi enga iðrun. AP/Michael Conroy

„Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020.

Íbúafundurinn var skipulagður áður en Trump var fundinn sekur í vikunni um að hafa beitt E Jean Carroll kynferðisofbeldi og ærmeiðingar. Hann notaði tækifærið til að skjóta á Carroll, kallaði hana „geðsjúkling“ og dró hæfi dómarans í málinu í efa.

Fundargestir voru kjósendur Repúblikanaflokksins og óháðir og var ljóst að í hópnum voru margir stuðningsmenn Trump, sem fögnuðu meiðandi og ósönnum fullyrðingum forsetans fyrrverandi, og hlógu að því þegar hann freistaði þess að gera lítið úr Collins.

Trump svaraði ekki beint spurningum sem vörðuðu stefnumótun, til að mynda hvort hann styddi alríkisbann gegn þungunarrofi. Þá svarað hann því ekki hvort hann vildi að Úkraína ynni stríðið gegn Rússlandi en sagðist geta bundið enda á átökin á sólahring.

Forsetaframbjóðandinn sagðist hins vegar myndu íhuga að náða þá sem hafa verið og verða dæmdir fyrir aðkomu sína að árásinni í þinghúsið í Washington.

Þingkonan Alexandra Ocasio-Cortez var meðal þeirra sem gagnrýndu CNN fyrir að skapa vettvang fyrir Trump til að bera fram lygar og ráðast opinberlega gegn konunni sem hann braut á.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×