„Hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. maí 2023 21:55 Ásdís Karen í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Ásdís Karen Halldórsdóttir spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals gegn Selfossi í kvöld. Valur hefur byrjað mótið vel og eru sem stendur í 2. sæti deildarinnar, en Þróttur R. situr í efsta sætinu með betri markatölu. Spurð út í úrslit kvöldsins segist Ásdís svekkt. „Við vorum auðvitað meira með boltann og áttum fleiri sóknir þannig að sanngjörn úrslit hefðu kannski verið þrjú stig fyrir okkur en við þurfum bara að gera betur.“ Fyrri hálfleikur leiksins var heldur tíðindalaus, hvorugu liði tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri og staðan var markalaus í hálfleik. Valur kom þó af krafti út úr búningsherbergjunum og voru komnar marki yfir eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik. „Þær bökkuðu aðeins á okkur þegar við náðum markinu og spiluðu nánast með átta varnarmenn. En við hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Sóknarleikur Valskvenna er mjög frjáls og flæðandi. Ásdís byrjar leikinn úti á vinstri kanti en leitaði mikið inn á völlinn til að komast á boltann og upp á topp til að skapa pláss fyrir aftan sig. „Hann [Pétur Pétursson, þjálfari Vals], segir bara að við megum spila í flæði. Ef sú staða kemur upp í leiknum að ég get farið inn á miðju þá bara geri ég það og einhver fer út á kant. Svo finnst mér fínt að komast aðeins inn á miðjuna og snerta boltann.“ Næsti leikur Vals fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þegar Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturunum í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Selfoss var á botni Bestu deildar kvenna þegar liðið sótti Íslandsmeistara Vals heim í 3. umferð deildarinnar. Það var ekki að sjá að Selfoss hafi byrjað tímabilið illa en liðið náði í stig á Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:25 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Spurð út í úrslit kvöldsins segist Ásdís svekkt. „Við vorum auðvitað meira með boltann og áttum fleiri sóknir þannig að sanngjörn úrslit hefðu kannski verið þrjú stig fyrir okkur en við þurfum bara að gera betur.“ Fyrri hálfleikur leiksins var heldur tíðindalaus, hvorugu liði tókst að skapa sér hættuleg marktækifæri og staðan var markalaus í hálfleik. Valur kom þó af krafti út úr búningsherbergjunum og voru komnar marki yfir eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik. „Þær bökkuðu aðeins á okkur þegar við náðum markinu og spiluðu nánast með átta varnarmenn. En við hefðum kannski átt að gera þetta aðeins hraðar, bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Sóknarleikur Valskvenna er mjög frjáls og flæðandi. Ásdís byrjar leikinn úti á vinstri kanti en leitaði mikið inn á völlinn til að komast á boltann og upp á topp til að skapa pláss fyrir aftan sig. „Hann [Pétur Pétursson, þjálfari Vals], segir bara að við megum spila í flæði. Ef sú staða kemur upp í leiknum að ég get farið inn á miðju þá bara geri ég það og einhver fer út á kant. Svo finnst mér fínt að komast aðeins inn á miðjuna og snerta boltann.“ Næsti leikur Vals fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ þegar Stjarnan tekur á móti Íslandsmeisturunum í 4. umferð Bestu deildar kvenna.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Selfoss var á botni Bestu deildar kvenna þegar liðið sótti Íslandsmeistara Vals heim í 3. umferð deildarinnar. Það var ekki að sjá að Selfoss hafi byrjað tímabilið illa en liðið náði í stig á Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:25 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Selfoss 1-1 | Botnliðið náði í stig gegn meisturunum Selfoss var á botni Bestu deildar kvenna þegar liðið sótti Íslandsmeistara Vals heim í 3. umferð deildarinnar. Það var ekki að sjá að Selfoss hafi byrjað tímabilið illa en liðið náði í stig á Hlíðarenda í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 10. maí 2023 21:25