Grindvíkingar sóttu stigin þrjú á Skagann Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2023 21:16 Helgi Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur vísir/bára Lengjudeild karla í knattspyrnu hófst í kvöld með fimm leikjum. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akranesi þar sem Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sóttu stigin þrjú. Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik ÍA og Grindavíkur í kvöld en liðunum var í flestum, ef ekki öllum, spám spáð upp í Bestu deildina að yfirstandandi tímabili loknu. Svo fór í kvöld að Grindvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks á Norðurálsvöllinn. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði fyrsta mark Lengjudeildarinnar þetta árið með marki fyrir Grindavík á 4. mínútu. Mark beint úr aukaspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni á 27. mínútu tvöfaldaði síðan forystu Grindavíkur. Það reyndist lokamark leiksins og halda Grindvíkingar, sem voru studdir áfram af háværum stuðningsmönnum sínum, sáttir heim. Þá unnu Leiknismenn, sem féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili, góðan 3-1 sigur á Þrótti Reykjavík og sömuleiðis gerðu leikmenn Aftureldingar góða ferð á Selfoss og unnu þar sömuleiðis 3-1 sigur. Nýliðar Ægis, sem fengu óvænt sæti í Lengjudeildinni eftir brotthvarf Kórdrengja voru grátlega nálægt því að tryggja sér stig gegn Fjölni á heimavelli en mark í uppbótartíma venjulegs leiktíma sá til þess að strákarnir úr Grafarvogi fengu stigin þrjú. Þá gerðu Grótta og Njarðvík 1-1 jafntefli á Seltjarnarnesi. Tómas Johannessen kom Gróttu yfir á 33. mínútu en þegar komið var fram á síðasta stundarfjórðungi leiksins náði Marc Mcausland, fyrirliði Njarðvíkur að jafna metin fyrir þá grænklæddu. Einn leikur á eftir að fara fram í 1. umferð deildarinnar. Á morgun taka Þórsarar á móti Vestramönnum í Boganum á Akureyri. Lengjudeild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Beðið var með mikilli eftirvæntingu eftir leik ÍA og Grindavíkur í kvöld en liðunum var í flestum, ef ekki öllum, spám spáð upp í Bestu deildina að yfirstandandi tímabili loknu. Svo fór í kvöld að Grindvíkingar mættu mun ákveðnari til leiks á Norðurálsvöllinn. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson skoraði fyrsta mark Lengjudeildarinnar þetta árið með marki fyrir Grindavík á 4. mínútu. Mark beint úr aukaspyrnu frá Guðjóni Pétri Lýðssyni á 27. mínútu tvöfaldaði síðan forystu Grindavíkur. Það reyndist lokamark leiksins og halda Grindvíkingar, sem voru studdir áfram af háværum stuðningsmönnum sínum, sáttir heim. Þá unnu Leiknismenn, sem féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili, góðan 3-1 sigur á Þrótti Reykjavík og sömuleiðis gerðu leikmenn Aftureldingar góða ferð á Selfoss og unnu þar sömuleiðis 3-1 sigur. Nýliðar Ægis, sem fengu óvænt sæti í Lengjudeildinni eftir brotthvarf Kórdrengja voru grátlega nálægt því að tryggja sér stig gegn Fjölni á heimavelli en mark í uppbótartíma venjulegs leiktíma sá til þess að strákarnir úr Grafarvogi fengu stigin þrjú. Þá gerðu Grótta og Njarðvík 1-1 jafntefli á Seltjarnarnesi. Tómas Johannessen kom Gróttu yfir á 33. mínútu en þegar komið var fram á síðasta stundarfjórðungi leiksins náði Marc Mcausland, fyrirliði Njarðvíkur að jafna metin fyrir þá grænklæddu. Einn leikur á eftir að fara fram í 1. umferð deildarinnar. Á morgun taka Þórsarar á móti Vestramönnum í Boganum á Akureyri.
Lengjudeild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira