Ummæli Ágústs komu Lárusi á óvart: „Hef ekki tekið eftir þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 6. maí 2023 10:30 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í Bestu deildinni segir það hundfúlt að heyra skilaboð frá þjálfurum annarra liða í deildinni sem skipi sínum leikmönnum að sparka niður ungu leikmenn Stjörnunnar. Leikmenn séu sparkaðir út úr leikjum liðsins. Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“ Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Breiðablik vann á dögunum afar sannfærandi 2-0 sigur á Stjörnunni er liðin mættust á Samsung vellinum í Bestu deild karla. Eftir fyrstu fimm umferðir mótsins sitja Stjörnumenn í fallsæti með þrjú stig og aðeins einn sigur. Í viðtali eftir leikinn gegn Blikum var Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar. spurður sérstaklega út í frammistöðu Ísaks Andra Sigurgeirssonar 19 ára gamals leikmanns Stjörnunnar sem átti erfitt uppdráttar í leiknum. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum eru þeir sparkaðir niður út og suður og maður heyrir skilaboð frá þjálfurum andstæðingana á þá leið að það eigi bara að brjóta á þeim og sparka þá niður. Það er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi, að leikmenn sem eru frábærir og að reyna að standa sig séu bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Þetta sé ekki vandamál Stjörnunnar Viðtalið við Ágúst var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkan, á Stöð 2 Sport í gær þar sem Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður þáttarins sagði þetta ekki vera vandamál Stjörnunnar. „Þeir eru búnir að fá á sig níu mörk í síðustu þremur leikjum, það er stærra vandamál.“ Sérfræðingar Stúkunnar, þeir Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, tóku undir með Guðmundi. „Þetta eru 2,4 mörk fengin á sig að meðaltali í leik,“ svaraði Lárus Orri. „Þessi ummæli Gústa koma mér á óvart. Ég hef séð alla leiki Stjörnunnar á þessu tímabili og hef ekki tekið eftir þessu (að ungir leikmenn Stjörnunnar séu sparkaðir niður) sérstaklega.“ Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar StúkunnarVísir/Skjáskot Albert Brynjar telur að með þessum ummælum hafi leikur Stjörnunnar við Víking Reykjavík á dögunum verið ofarlega í huga Ágústs. „Þar var Davíð Örn Atlason, bakvörður Víkinga, bara settur sérstaklega á Ísak Andra. Davíð Örn fer í viðtal eftir leik og þar talaði hann um að hann hafi viljað opna leikinn á því að fara svolítið fast í Ísak, bara eins og varnarmenn gera.“ Í leik Stjörnunnar og Breiðabliks hafi Andri Rafn Yeoman verið settur sérstaklega á Ísak Andra. „Ég held að Ágúst sé bara pirraður á að bæði þessi plön andstæðinga Stjörnunnar virkuðu.“
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. 5. maí 2023 11:30