Ágúst: Skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna eru að brjóta og sparka niður Kári Mímisson skrifar 4. maí 2023 22:27 Ágúst sagði að hans ungu leikmenn hefðu verið sparkaðir út úr leiknum. Vísir/Bára Dröfn Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur. „Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“ Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
„Það svíður mest fyrstu tíu mínúturnar, þar sem við mættum bara ekki til leiks. Við vorum ekki tilbúnir í eitt né neitt, hvorki í baráttu né að halda bolta. Eðlilega skora þeir tvö mörk, tvö auðveld mörk. Eftir það komum við sterkir inn en Anton í markinu hélt þeim á floti. Við hefðum getað komist inn í leikinn þá en svo var seinni hálfleikur lokaður og mjög lítið um færi í honum.“ Sagði Ágúst við Vísi strax eftir leik. Anton Ari Einarsson markvörður Blika átti nokkrar frábærar markvörslur í fyrri hálfleik og sýndi gæði sín eftir að hafa verið aðeins gagnrýndur í upphafi tímabils. Ágúst segir að þetta hafi verið svipað í dag og þegar liðið tapaði fyrir Val í síðustu umferð. „Þetta er bara eins og í síðasta leik gegn Val. Markmaðurinn þeirra heldur þeim inni í leiknum þannig að við náðum ekki að komast nógu snemma inn í leikinn, því miður. Við þurfum að gera betur. Að skora ekki á heimavelli og tapa er ekki það sem við viljum.“ Ísak Andri Sigurgeirsson hefur verið algjör lykilmaður í liði Stjörnunnar það sem af er tímabili og hefur stýrt sóknarleik liðsins mjög vel. Hann náði sér ekki á strik í dag en þegar þjálfarinn er spurður að því hvað honum þótti um frammistöðu þessa unga og efnilega kantmanns voru svörin mjög skýr. „Okkar ungu leikmenn eru bara sparkaðir niður. Í fyrstu fimm umferðunum höfum við bara verið sparkaðir niður, út og suður. Maður heyrir skilaboðin frá þjálfurum andstæðinganna og þau eru að brjóta, sparka niður og allt þetta. Þetta er hundfúlt að heyra þetta í fótbolta hérna á Íslandi. Leikmenn sem eru frábærir og eru að standa sig vel eru bara sparkaðir út úr leikjunum.“ Í kjölfarið á þessu svari Ágústs er ekki annað hægt en að spyrja hann um atvik sem gerist í fyrri hálfleik þegar Færeyingurinn, Patrik Johannesen, fer í tæklingu á Eggert Aron sem endar með því að Patrik liggur óvígur eftir. Eggert stóð tæklinguna af sér og náði að losa boltann en Patrik fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklinguna og þurfti svo að fara meiddur af velli. Er þjálfarinn ekki stoltur að sjá sinn leikmann standa þetta af sér? „Þetta er akkúrat það sem við erum að glíma við. Við þurfum að taka þetta á kassann, það er ekkert öðruvísi. Við getum ekki farið að væla yfir því, það eru aðrir sem þurfa að taka á þessu. Við erum bara fúlir með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik í dag og það er það sem skiptir máli.“
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira