Segja Rússa geta skemmt sæstrengi til að refsa Vesturlöndum Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2023 22:37 NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. EPA/STEPHANIE LECOCQ Rússar hafa lagt mikið kapp á að kortleggja neðansjávarinnviði að undanförnu gætu skemmt sæstrengi og leiðslur til að refsa Vesturlöndum fyrir stuðninginn við Úkraínu. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segja hættuna á skemmdarverkum umtalsverða. David Cattler, yfirmaður leyniþjónustumála hjá Atlantshafsbandalaginu, sagði frá þessu í dag og sagði áhyggjur af mögulegum skemmdarverkum Rússa hafa aukist. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hafa verið að birta þætti í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa og var þar meðal annars greint frá því að þeir starfræktu dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Sjá einnig: Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Cattler sagði í dag að Rússar hefðu ekki verið svo virkir í Atlantshafinu, Norðursjó og Eystrasalti um árabil og vísaði hann meðal annars til þessara njósnaskipa. Hann sagði þó að fylgst væri með þeim. Cattler varaði við því að andstæðingar NATO hefðu áttað sig á því að þeir gætu ógnað hagsmunum aðildarríkja bandalagsins með því að vinna skemmdir á innviðum sem snúa að orku og internetinu. Fjármálakerfi Vesturlanda væri til dæmis mjög háð netinu en sæstrengir eru þar gífurlega mikilvægir. Forsvarsmenn NATO hafa aukið eftirlit í Norðursjó og á Eystrasalti eftir að Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar með sprengingum í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. Hans-Werner Wiermann, þýskur herforingi sem leiðir þessa deild, tók undir það með Cattler í dag að hættan væri raunveruleg. Þeir sögðu hana einnig geta beinst að vindorkuverum á Norðurhafi en hægt væri að draga úr hættunni með því að tengja slík orkuver til lands með fleiri en einum kapli. NATO Sæstrengir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
David Cattler, yfirmaður leyniþjónustumála hjá Atlantshafsbandalaginu, sagði frá þessu í dag og sagði áhyggjur af mögulegum skemmdarverkum Rússa hafa aukist. Ríkisfjölmiðlar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands hafa verið að birta þætti í heimildaþáttaröð um njósnir Rússa og var þar meðal annars greint frá því að þeir starfræktu dulbúinn flota af njósnafleyjum í Norðursjó. Sjá einnig: Hættan ekki ný af nálinni en almenning þyrstir í upplýsingar Cattler sagði í dag að Rússar hefðu ekki verið svo virkir í Atlantshafinu, Norðursjó og Eystrasalti um árabil og vísaði hann meðal annars til þessara njósnaskipa. Hann sagði þó að fylgst væri með þeim. Cattler varaði við því að andstæðingar NATO hefðu áttað sig á því að þeir gætu ógnað hagsmunum aðildarríkja bandalagsins með því að vinna skemmdir á innviðum sem snúa að orku og internetinu. Fjármálakerfi Vesturlanda væri til dæmis mjög háð netinu en sæstrengir eru þar gífurlega mikilvægir. Forsvarsmenn NATO hafa aukið eftirlit í Norðursjó og á Eystrasalti eftir að Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar með sprengingum í fyrra, samkvæmt frétt Reuters. NATO stofnaði nýverið sérstaka deild þar sem unnið verður með sérfræðingum, fyrirtækjum og ríkisstjórnum aðildarríkja að því að vernda neðansjávarinnviði. Hans-Werner Wiermann, þýskur herforingi sem leiðir þessa deild, tók undir það með Cattler í dag að hættan væri raunveruleg. Þeir sögðu hana einnig geta beinst að vindorkuverum á Norðurhafi en hægt væri að draga úr hættunni með því að tengja slík orkuver til lands með fleiri en einum kapli.
NATO Sæstrengir Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13 Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Forsætisráðherra segir komu kafbáta í samræmi við skuldbindingar Íslands Forsætisráðherra segir þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta hér við land samræmast skuldbindingum Íslands innan Atlantshafsbandalagsins þar sem eftirlit með kafbátum hafi farið fram á Íslandi. Hún og utanríkisráðherra undristrika að þeir kafbátar sem koma í íslenska lögsögu verði ekki búnir kjarnorkuvopnum í samræmi við þjóðaröryggisstefnu Íslands. 18. apríl 2023 19:30
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. 12. apríl 2023 16:00
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. 28. apríl 2023 11:13
Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Forsætisráðherra segir stjórnvöld fylgjast grannt með atburðarás stríðsins í Úkraínu og nú síðast skemmdarverkum á gasleiðslum í Eystrasalti sem færi átökin nær Íslendingum. Framlög til varnarmála hefðu verið aukin og mikilvæt væri að tryggja netöryggi. 29. september 2022 13:10
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent