Erlent

Bein út­sending: Blaða­manna­fundur Selenskí og nor­rænu ráð­herranna

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Selenskí ásamt leiðtogum Norðurlandanna.
Selenskí ásamt leiðtogum Norðurlandanna. Vísir/Einar Árnason

Volodomír Selenskí, for­seti Úkraínu, heldur sam­eigin­legan blaða­manna­fund með leið­togum Norður­landanna í Helsinki. Sam­kvæmt á­ætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að ís­lenskum tíma.

Horfa má á fundinn í beinni út­sendingu hér fyrir neðan. Selenskí fundaði fyrr í dag með Sauli Niini­stö, for­seta Finn­lands og héldu þeir blaða­manna­fund að því loknu. Þar ræddu þeir meðal annars mikil­vægi á­fram­haldandi sam­starfs ríkjanna tveggja á sviði varnarmála.

Nú síð­degis fundar Selenskí svo með leið­togum norður­landanna á sér­stökum fundi. Þar eru auk Niini­stöm for­seta Finn­lands, þau Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra Ís­lands, Ulf Kristers­son for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, Jonas Gahr Støre for­sætis­ráð­herra Noregs og Mette Frederik­sen for­sætis­ráð­herra Dan­merkur.

Að fundinum loknum mun Selenskí eiga tvíhliða fund með leiðtogum Norðurlandanna. Þar á meðal mun Selenskí eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur.


Tengdar fréttir

Katrín fundar með Selenskí

Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×