Gríðarleg umsvif Blika: „Auðvitað fylgja smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 07:00 Flosi Eiríksson er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári. Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum. Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira