Gríðarleg umsvif Blika: „Auðvitað fylgja smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. apríl 2023 07:00 Flosi Eiríksson er formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Deloitte og Knattspyrnusamband Íslands gáfu út skýrslu í gær þar sem fjármál knattspyrnufélaga á Íslandi eru tekin fyrir. Langmest velta er hjá Breiðabliki sem sló nærri milljarði í tekjum á síðasta ári. Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum. Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Breiðablik var með rúmar níuhundruð milljónir króna í tekjur á síðasta ári og gjöld upp á tæplega sjöhunduð og fimmtíu milljónir. Aðeins Valur var þá ofar þegar kom að skráðum útgreiddum launum til leikmanna, og félagið hefur fengið langmest frá evrópska knattspyrnusambandinu UEFA síðustu ár. Þá eru hvergi fleiri iðkendur en í Breiðabliki og segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, veltuna að miklu leyti helgast af því. „Þetta er mikið til rekstur. Þetta er mjög umfangsmikið hjá okkur og helgast náttúrulega af því að við erum með 1600-1700 iðkendur. Það er mikið umfang að sjá til þess að þau geti öll æft fótbolta eftir því sem þeim langar til og þeirri getu sem þeim hentar,“ sagði Flosi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo rekum við tvo rosalega öfluga meistaraflokka og þetta eru miklir fjármunir sem við þurfum að fara vel með og það sést í þessari skýrslu. Það eru ekki bara við, heldur eru knattspyrnufélögin í landinu að standa í miklum rekstri.“ „Það eru allir velkomnir í Breiðablik“ Þá segir Flosi að vöxturinn innan félagsins hafi verið mikill undanfarin ár og telur hann að sú þróun muni halda áfram. „Jú jú. Ætli iðkendunum hafi ekki fjölgað um svona þrjú til fjögurhundruð á þessum fjórum árum.“ „Ég held að fólk í Kópavogi sé ekkert hætt að eignast börn svo ég sé ekki beint fyrir endanum á honum og við verðum þá bara að standa okkur í því að taka á móti öllum þeim sem til okkar vilja koma. Það eru allir velkomnir í Breiðablik.“ En fer ekkert að springa utan af þessu hjá Breiðabliki nú þegar þetta er orðið langstærsta knattspyrnufélag landsins? „Ég veit það ekki og það er vandséð hvernig þú ætlar að segja nei. Hvernig þú ætlar að meina fólki sem vill spila með þér fótbolta - börnum sem vilja æfa þar - að koma í félagið. Svoleiðis að við reynum bara að standa okkur eins og við getum. En auðvitað fylgja einhverjir smá vaxtaverkir því að stækka svona mikið.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin“ Svo virðist vera sem ójafnvægi sé í því hvernig hlutirnir eru lagðir fram hjá félögum í skýrslu Deloitte, en Flosi telur að það eigi sér eðlilegar skýringar. „Menn eru að gera þetta í fysta skipti og ég geri ráð fyrir því að tölurnar verði samanburðarhæfari með hverju árinu. Menn læra betur á skýrslugjöf og hvað á að færa í hvaða dálk og undir hvaða lykil. Ég ætla bara að gera ráð fyrir því að það hafi allir gert þetta eins vel og þeir gætu, en auðvitað mun þetta vonandi batna.“ „Fjármál íþróttafélaga eiga að vera tiltölulega opin. Við erum fjármögnuð auðvitað að einhverjum hluta af almannafé og þá á bara að reka þetta fyrir opnum tjöldum og við í Breiðabliki leggjum áherslu á það að það sé allt uppi á borðinu hjá okkur,“ sagði Flosi að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira