„Langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta“ Jón Már Ferro skrifar 28. apríl 2023 09:01 Sigrún Ella Einarsdóttir (númer 28) eftir 3-0 sigur gegn Ísrael árið 2014 í undankeppni HM. Vísir/Andri Marinó „Ég var eiginlega bara hætt þangað til að Stjarnan talaði við mig. Það er erfitt að slíta sig frá þessu svo þetta var óvænt ánægja,“ segir hin 31 árs gamla, Sigrún Ella Einarsdóttir, sem er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni. Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni.
Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55