Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. apríl 2023 07:19 Carlson þykist greinilega vera maður sannleikans en smáskilaboð hans leiddu í ljós að það hefur ekki farið saman það sem hann segir í samtölum og það sem hann segir á skjánum. Getty/Icon Sportswire/Rich Graessle Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Í myndskeiðinu segist hann hafa komist að því síðustu daga að flest fólk sé gott en að umræðan á sjónvarpsskjánum sé heimskuleg og innihaldslaus. Segir hann ótrúlegt að stóru málin, þau er varða framtíð mannsins, fái enga umfjöllun og nefnir meðal annars stríð, borgaraleg réttindi, nýja tækni, mannfjöldaþróun og náttúrulegar auðlindir. „Hvenær heyrðir þú síðast raunverulega umræðu um eitthvert þessara málefna? Það er orðið langt síðan,“ segir hann. Carlson sakar Demókrataflokkinn, Repúblikanaflokkinn og fjárhagslega stuðningsmenn þeirra um að hafa náð saman um að halda á lofti þeim málum sem þeim hentar og eiga samráð um að þagga niður alla umræðu sem er þeim óhagstæð. Þetta verði hins vegar ekki alltaf svona. Rétttrúnaður nútímans muni líða undir lok; hann sé „heiladauður“. Þetta viti valdhafar og þess vegna séu þeir hræddir. Þeir hafi fallið frá því að reyna að fá fólk á sitt band og noti nú vald til að viðhalda ástandinu. Carlson segir þetta ekki munu virka, þegar heiðarlegt fólk segi sannleikann öðlist þeir vald. Það séu enn staðir þar sem slíkar raddir heyrast. „Sjáumst bráðum,“ segir hann að lokum. Hann minnist ekkert á brotthvarf sitt frá Fox. Good evening pic.twitter.com/SPrsYKWKCE— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) April 27, 2023 Vestanhafs hafa menn gert því skóna að Carlson ætli sér mögulega í pólitík en ef marka má myndskeiðið virðist hann hafa í hyggju að halda áfram í fjölmiðlun. Mögulega hyggst hann ganga til liðs við miðil sem þegar er starfræktur en ýmsir hafa spáð því að hann taki Joe Rogan sér til fyrirmyndar og byrji með eigin hlaðvarpsþátt. Fregnir hafa borist af því að smáskilaboð Carlson, sem hafa ekki verið gerð opinber, hafi átt þátt í því að stjórnendur hjá Fox News ákváðu að láta hann fjúka þrátt fyrir vinsældir hans. Eru þau sögð hafa verið afar gróf og meiðandi, jafnvel rasísk. Carlson hefur ítrekað gerst sekur um meiðandi ummæli um ýmsa hópa sem eiga undir högg að sækja; konur, trans fólk og innflytjendur, svo dæmi séu nefnd. Umfjöllun New York Times.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Fjölmiðlar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira