Nik: Við gerðum nóg Stefán Snær Ágústsson skrifar 26. apríl 2023 22:45 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Nik Chamberlain, Þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, var að vonum sáttur eftir að hafa stýrt liði sínu til sigurs gegn FH í fyrsta deildarleik tímabilsins í sumarsnjóveðri í Laugardalnum á miðvikudagskvöldið. Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Eftir jafna byrjun fengu Þróttarar tvö víti sem var of hár tindur fyrir nýliðana FH að klífa og Þróttur sigldi heim sannfærandi sigri, lokatölur 4-1. „Leikurinn var smá sóðalegur (e. sloppy). Maður þekkir FH, þær munu koma með kraft og reyna skapa mistök sem gerðist á kafla í seinni hálfleik. Við gerðum nóg, þetta var ekki okkar besti leikur en það er mikilvægt að ná í þrjú stig, sérstaklega á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins.” Táningurinn Katla Tryggvadóttir, efnilegasti leikmaður deildarinnar í fyrra, hóf nýja tímabilið með tvö örugg mörk frá vítapunktinum og glæsilega utanfótastoðsendingu til að gera endanlega út um leikinn í seinni hálfleik. „Hún getur bæði skapað og skorað, það er það besta við hana að hún hefur báða þessa hæfileika. Framtíðin hennar er mjög, mjög björt. Hún er góð að gera marga hluti með boltann og nú þarf bara að vinna í hvernig hún spilar án boltans. Hún er að læra en það sést hversu mikilvæg sköpunarkarftur og markaskorun hennar er.“ Annar unglingur, Freyja Karín Þorvarðardóttir, kom inn af bekknum í seinni hálfleik og lét svo sannarlega til sín taka, skoraði tvö og var nálægt þrennu. Þessi 19 ára famherji setti samtals tíu mörk í Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í vetur og hefur nú opnað markareikninginn í Bestu fyrir sumarið. „Freyja er frábær (e. fantastic). Hún kemur inn á og maður veit að hún gefur alltaf hundrað og tíu prósent. Hún er alltaf á fullu og ef ég er hreinskilinn þá þurftum við það inn í leikinn, smá breytingu og hraða þarna frammi eftir smá meiðsli hjá Tanya.“ “Freyja kom inn á og tók tækifærin vel. Hún hefði kannski átt að skora eitt í viðbót en það góða er að hún komst í sambærilega stöðu seinna og var yfirvegaðri, en það er eitt sem hún hefur verið að vinna í að bæta í vetur svo hún átti skilið þessi tvö mörk.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - FH 4-1 | Þægilegt hjá Þrótti Þróttur Reykjavík vann 4-1 sigur á nýliðum FH í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. apríl 2023 21:10