Elsti nasistinn til að hljóta dóm er látinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2023 22:04 Josef var í fyrrasumar dæmdur fyrir þáttöku sína í helförinni. MICHELE TANTUSSI/AP Elsti maðurinn til að vera sakfelldur fyrir glæpi í helförinni er látinn, 102 ára að aldri. Josef Schütz var síðastliðinn júní sakfelldur fyrir að hafa aðstoðað við að myrða þúsundir fanga í Sachsenhausen-búðunum nærri Berlín á árunum 1942 til 1945. Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Schütz var dæmdur í fimm ára fangelsi en hafði ekki hafið afplánun vegna biðar eftir að áfrýjunardómstóll í Þýskalandi tæki áfrýjunarbeiðni hans fyrir. Schütz hafði ávallt tekið fyrir að hafa verið SS-liði í fangabúðunum. Hann var sakfelldur fyrir að aðstoða við að myrða 3.518 manns. Hann var þá einnig fundinn sekur fyrir að hafa aðstoðað við að skjóta sovéska stríðsfanga til bana og fyrir að hafa aðstoðað við að myrða aðra með Zyklon B gasi. Tugir þúsunda létust í Sachsenhausen á tímum síðari heimstyrjaldar úr hungri, vinnuþrælkun, tilraunum og enn fleiri voru myrtir af SS-sveitunum. Fleiri en 200 þúsund var haldið föngum í búðunum, þar á meðal pólitískum föngum, gyðingum og Rómafólk. Schütz sýndi aldrei iðrun á meðan á málaferlum stóð og sagði hann meðal annars fyrir dómi: „Ég veit ekki hvers vegna ég sit hér í syndatunnunni. Ég hafði ekkert með þetta að gera.“ Þrátt fyrir að nafn hans og persónuupplýsingar hafi verið skráðar á skírteini SS-fangavarðar í búðunum sagðist hann aldrei hafa komið þangað og á stríðstímum starfað á bóndabæjum. Þýskaland hefur undanfarin ár leitt fyrrverandi nasista fyrir dóm eftir að fordæmisgefandi dómur féll árið 2011. Þá var SS-liðinn John Demjanjuk dæmdur fyrir glæpi sína á stríðsárunum. Í kjölfarð fór af stað mikil leit að stríðsglæpamönnum frá tímum nasismans í Þýskalandi. Árið 2015 var Oskar Gröning, oft kallaður bókasafnsvörður Auschwitz, dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Líkt og Schülz sat hann aldrei í fangelsi vegna fjölda áfrýjana þar til hann lést árið 2018. Síðastliðinn desember varð hin 97 ára gamla Irmgard Furchner fyrsta konan til að vera dregin fyrir dóm í tengslum við glæpi á tímum síðari heimstyrjaldar í marga áratugi. Hún var sakfelld fyrir að hafa tekið þátt í að myrða 10.500 í útrýmingarbúðunum í Stutthof, nærri pólsku borginni Gdansk, sem þá hét Danzig.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45 Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50 Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Hundrað og eins árs gamall fyrrum fangavörður dæmdur í fimm ára fangelsi Dómstóll í Brandenburg dæmdi hundrað og eins árs gamlan mann til fimm ára fangelsisrefsingar í dag fyrir hlutverk hans í helförinni. Maðurinn var fangavörður í hinum illræmdu Sachsenhausen útrýmingarbúðum á árunum 1942 til 1945. Hann neitaði sök í málinu og sagðist ekkert hafa vitað af voðaverkunum sem framin voru í Sachsenhausen. 28. júní 2022 13:45
Hundrað ára gamall maður ákærður fyrir þátt sinn í helförinni Hundrað ára gamall Þjóðverji verður dreginn fyrir dómstóla í haust. Hann er ákærður fyrir hlutdeild í rúmlega 3,500 morðum. 1. ágúst 2021 22:50
Áminning um ábyrgðina sem fylgir því að vera manneskja Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Akureyrar Býr Íslendingur hér? Jón Páll Eyjólfsson er leikstjóri sýningarinnar sem hann segir eiga óþægilega sterkt samhengi inn í samtímann. 17. september 2015 11:30