„Ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að“ Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2023 09:30 Kári hefur ekki miklar mætur á Kela sem markverði. Samsett Hrafnkell Freyr Ágústsson, oftast þekktur sem Keli í hlaðvarpinu Dr. Football, hefur getið sér gott orð í fótboltaumfjöllun á Íslandi. Færri vita þó að Hrafnkell Freyr átti merkilegan feril sjálfur eins og hlustendur fá að kynnast í nýju hlaðvarpi á Tal, Ástríðan – Hetjur Neðri Deildanna. Þar sagði Kári Ársælsson, fyrrum fyrirliði í meistaraliði Breiðabliks og samherji Hrafnkels í Augnablik, skemmtilega sögu frá því þegar Hrafnkell brá sér í hlutverk markvarðar í leik gegn Kára á undirbúningstímabili. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar við spiluðum við Kára upp á Skaga í höllinni. Við vorum, eins og oft var hjá Augnablik á þessum tíma, markmannslausir. Þeir voru alltaf í einhverjum fermingum eða klippingum. Kela fannst mjög eðlilegt að hann myndi taka á sig að vera í marki þarna í þessum leik. Við vorum svona að þræta þetta alla vikuna og það nennti enginn í mark en Keli hafði alltaf haft einhvern draum um að eiga einn leik í búrinu. Eftir á hyggja var þetta galin ákvörðun hjá Jökli þjálfara.“ Ástríðan: Hetjur neðri deildanna mætir á veitur á mánudaginn. TAL, Spotify, podcast öpp.Allt gert með JAKO, Waterclouds og Bola.Fyrstu tveir viðmælendurnir eru PalliBóndi og Málkell #ástríðan pic.twitter.com/xIDiGWO90R— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) April 13, 2023 „Þetta var ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að. Hann var vel kærulaus og allir boltar fóru í gegnum hann og inn. Við hefðum alveg eins getað verið með keilu í marki. Ég man ekki eftir einni einustu vörslu. Keli er samt flottur strákur og á hrós skilið fyrir að þora,“ sagði Kári um þetta skemmtilega atvik. Hrafnkell hélt svo áfram með umræðuna og tók undir með Kára að þetta hafi líklegast verið röng ákvörðun þegar litið er til baka. „Ég var búinn að ræða þetta mikið við Jökul þjálfara alla vikuna. Ég hafði alltaf átt mér draum um að spila í marki. Ég veit ekki hvað það var. Bara tilhugsunin um að standa í markinu og láta skotin dynja á sig. Ég vissi það að á móti Kára í höllinni þá myndu helvíti mörg skot koma,“ sagði Hrafnkell og hló. „Ég sagði bara við Jökul að ég skyldi taka þetta á mig og þetta fer bara eins og þetta fer. Svo var þetta bara miklu verra en ég hélt. Ég var miklu lélegri en ég bjóst við og líka miklu erfiðara. Eftir þetta fór ég að bera meiri virðingu fyrir markmönnum,“ sagði Hrafnkell. Hann viðurkenndi svo að hann hafi verið farinn að huga að því hvort einhver vildi skipta við hann sem honum tókst svo eftir 60 mínútna leik. „Það sem gerðist fyndið var að í hálfleik var ég farinn að spyrja menn hvort einhver annar væri til í að taka að sér búrið. Arnór Brynjarsson var eiginlega eini sem var eitthvað til í það. Við ákváðum að ég myndi byrja síðari hálfleikinn áfram í markinu en svo á 60. mínútu gafst ég upp og þá tókum við markmannsskipti. Þeir á ÍA-TV voru búnir að vera að segja allan leikinn að ég væri nú líklega ekki markmaður sem þeir sáu svo bara þegar ég skipti við Arnór í miðvörðinn,“ sagði Hrafnkell og hló. Leikurinn endaði 7-3 heimamönnum í Kára í vil og Hrafnkell fékk því á sig 7 mörk í sínum eina leik á milli stanganna. Öllum til mikillar gleði er leikurinn enn opinn á youtube síðu ÍA TV og getur því hver sem er séð hvað átti sér stað og dæmi svo hver fyrir sig um hæfileika Hrafnkels sem markmaður. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Þar sagði Kári Ársælsson, fyrrum fyrirliði í meistaraliði Breiðabliks og samherji Hrafnkels í Augnablik, skemmtilega sögu frá því þegar Hrafnkell brá sér í hlutverk markvarðar í leik gegn Kára á undirbúningstímabili. „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar við spiluðum við Kára upp á Skaga í höllinni. Við vorum, eins og oft var hjá Augnablik á þessum tíma, markmannslausir. Þeir voru alltaf í einhverjum fermingum eða klippingum. Kela fannst mjög eðlilegt að hann myndi taka á sig að vera í marki þarna í þessum leik. Við vorum svona að þræta þetta alla vikuna og það nennti enginn í mark en Keli hafði alltaf haft einhvern draum um að eiga einn leik í búrinu. Eftir á hyggja var þetta galin ákvörðun hjá Jökli þjálfara.“ Ástríðan: Hetjur neðri deildanna mætir á veitur á mánudaginn. TAL, Spotify, podcast öpp.Allt gert með JAKO, Waterclouds og Bola.Fyrstu tveir viðmælendurnir eru PalliBóndi og Málkell #ástríðan pic.twitter.com/xIDiGWO90R— Ástríðan Podcast (@AstriPodcast) April 13, 2023 „Þetta var ein alversta frammistaða hjá markmanni sem ég hef orðið vitni að. Hann var vel kærulaus og allir boltar fóru í gegnum hann og inn. Við hefðum alveg eins getað verið með keilu í marki. Ég man ekki eftir einni einustu vörslu. Keli er samt flottur strákur og á hrós skilið fyrir að þora,“ sagði Kári um þetta skemmtilega atvik. Hrafnkell hélt svo áfram með umræðuna og tók undir með Kára að þetta hafi líklegast verið röng ákvörðun þegar litið er til baka. „Ég var búinn að ræða þetta mikið við Jökul þjálfara alla vikuna. Ég hafði alltaf átt mér draum um að spila í marki. Ég veit ekki hvað það var. Bara tilhugsunin um að standa í markinu og láta skotin dynja á sig. Ég vissi það að á móti Kára í höllinni þá myndu helvíti mörg skot koma,“ sagði Hrafnkell og hló. „Ég sagði bara við Jökul að ég skyldi taka þetta á mig og þetta fer bara eins og þetta fer. Svo var þetta bara miklu verra en ég hélt. Ég var miklu lélegri en ég bjóst við og líka miklu erfiðara. Eftir þetta fór ég að bera meiri virðingu fyrir markmönnum,“ sagði Hrafnkell. Hann viðurkenndi svo að hann hafi verið farinn að huga að því hvort einhver vildi skipta við hann sem honum tókst svo eftir 60 mínútna leik. „Það sem gerðist fyndið var að í hálfleik var ég farinn að spyrja menn hvort einhver annar væri til í að taka að sér búrið. Arnór Brynjarsson var eiginlega eini sem var eitthvað til í það. Við ákváðum að ég myndi byrja síðari hálfleikinn áfram í markinu en svo á 60. mínútu gafst ég upp og þá tókum við markmannsskipti. Þeir á ÍA-TV voru búnir að vera að segja allan leikinn að ég væri nú líklega ekki markmaður sem þeir sáu svo bara þegar ég skipti við Arnór í miðvörðinn,“ sagði Hrafnkell og hló. Leikurinn endaði 7-3 heimamönnum í Kára í vil og Hrafnkell fékk því á sig 7 mörk í sínum eina leik á milli stanganna. Öllum til mikillar gleði er leikurinn enn opinn á youtube síðu ÍA TV og getur því hver sem er séð hvað átti sér stað og dæmi svo hver fyrir sig um hæfileika Hrafnkels sem markmaður. Ástríðan – Hetjur neðri deildanna er sem fyrr segir nýtt hlaðvarp á Tal sem stýrt er af Sverri Mar Smárasyni sem hefur undanfarin ár stýrt hlaðvarpinu Ástríðan. Þar hefur Sverrir ásamt félögum sínum Óskari Smára og Gylfa Tryggvasyni fjallað um leiki og lið í 2.- og 3.deild karla í fótbolta. Nú ætlar hann í nýrri þáttaröð að taka viðtöl við hetjur úr neðri deildunum sem allir hafa heyrt um en fæstir þekkja almennilega sem leikmenn. Hægt er að hlusta á Hetjur neðri deildanna í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn